Á hálum ís! Fullt af lausum endum í þessu sorpi.
Síðustu þrjá daga hafa verið aumingjadagar hjá veftímaritinu þar sem ritstjóri þess, undirritaður, hefur haft það gott. Dagskráin var eftirfarandi:
Föstudagskvöld: Rúntur með Eika frænda.
Laugardagskvöld: Fór ekkert í skólann. Bíó um kvöldið og rúntur eftir það.
Sunnudagur: Keila með Garðari og Bergvini.
Allavega, þeim er lokið núna. En nánar um bíóið. Ég fór á The Manchurian Candidate (Ísl.: Á hálum ís!) með Denzel 'Égeralltafsamikarakterinn' Washington, Meril 'Égerbýsnagóðleikkona' Streep og Liev 'Éger...eee...leikari' Schreiber í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um fyrri innrás Bandaríkjamanna í Írak 1991 og eitthvað varðandi dáleiðslu. Hér kemur formúlan fyrir þessu rusli:
A + 4(B * C(D + E)) + F + G = Manchurian Candidate
Þar sem:
A = Góður leikarahópur
B = Fáránlegur söguþráður
C = Ruglingsleg
D = Myndataka
E = Sögulína
F = Geðveikislega dramatísk tónlist
G = Ruglandi nafn á myndinni
(B*C(D + E)) er klárlega gert til að fela vonlausa og ódýra söguþráðinn, rétt eins og ég reyni að fela leiðinlega færslu með því að setja hana upp í ódýra formúlu.
Drasl mynd. Ein stjarna af fjórum fyrir Liev Schreiber sem stóð sig vel.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.