Hér í skólanum eru tvær stúlkur sem ég virðist rekast á hvern einasta dag, oft á dag án þess að þekkja persónulega. Þetta er frekar leiðinlegt vandamál þar sem þær eru býsna fríðar ásýndum og þarmeð erfitt fyrir mig að læra með þær í sjónmáli. Þær svífast þó einskis til að láta mig missa einbeitinguna, einhverra hluta vegna. Í dag gengu þær þó aðeins of langt, lögðu á sig svo mikla vinnu til að láta mig sjá sig að ég varð að skrifa um það.
Ég sit hérna uppi á annari hæð, að reyna að læra en það er ekki nóg gott fyrir þessar stelpur. Þegar ég fær mig bakvið gluggatjöldin, aðeins út um gluggann með hausinn, beygi hann niður, talsvert til vinstri og halla honum ca 45 gráður sé ég endurspeglun af öðrum fætinum á annari þeirra þar sem þær sitja í mötuneytinu á fyrstu hæð. Hvernig þeim tókst að reikna út staðsetningu mína og endurspeglunina er mér óskiljanlegt en þær eru klárlega sjúkar í kollinum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.