sunnudagur, 7. nóvember 2004

Eftir næsta árs námsár hef ég, ef ég næ öllum áföngum, tækifæri á að láta gamlan draum rætast en hann hefur blundað í mér síðan ég lék mér að He-man köllum frá ca 1986-2001, þegar sá síðasti gaf sig. Nú er bara að finna skóla sem gefur tækifæri á mastersgráðu í alheimsfræðum. Ég yrði þá reyndar bara með Masters í Alheimsfræðum en það er nógu nálægt Masters of the universe svo ég geti dáið hamingjusamur.

Talandi um He-man, þessi náungi mun leika hann í stórmyndinni um He-man sem kemur út 2006 og verður leikstýrt af engum öðrum en John Woo.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.