Ef það er eitthvað sem ég hef lært þessa 30 tíma törn við að læra fyrir alþjóðaviðskiptaprófið sem er eftir ca 14 tíma núna þá er það að stelpur geta alls ekki haldið kjafi. Það er sama þó þær séu staddar í lærdómsaðstöðu þar sem ríkir dauðaþögn, í dæmatíma, fyrirlestrum eða jafnvel í prófum, alltaf þurfa þær að ýmist svara í símann sinn (og þá fara ekki fram og tala í hann, heldur sitja sem fastast og öskrast á) eða tala við vinkonu sínar um barnið sitt eða nýju pilluna sem þær eru á.
Nú er bara að vona að eitthvað um kjaftagleði kvenna komi á þessu prófi, þá næ ég tíu, annars er ég kolfallinn vegna kjaftagleði kvenna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.