Ég svaf innilega yfir mig í morgun en það hefðu líka allir gert ef þeir hefðu dreymt jafnmikið og skemmtilegt eins og ég. Eftirfarandi var meðal þess sem kom fram í nótt:
* Utah Jazz að spila á sýn (aðeins í draumum).
* Bílvelta og ég bjargaði næstum því lífi.
* Göngutúr í Fellabæ.
* Ég uppdópaður að syngja með Bítlunum í bókabúð Fellabæjar.
* Ég að læra.
Rétt að taka það fram að ég fór á fætur þegar mig dreymdi þetta síðasta, til þess að fara í skólann að læra og hér mun ég vera fram á miðnætti eða þangað til ég sofna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.