Ég mæli með þáttunum Gilmore Girls sem eru á dagskrá næstu 14 þriðjudagskvöld klukkan 20:10 á RÚV. Þarna er á ferðinni fullkomlega ömurlegur þáttur. Til þess að uppfylla þau skilyrði sem fullkomlega ömurlegur þáttur skal bera þarf eftirfarandi atriði:
1. Leiðinlegir leikarar - Lauren Graham og Alexis Bledel leiðinlegasta leikarapar allra tíma?
2. Hræðilega slæmur leikur aðalpersónanna - unga stelpan algjörlega áhugalaus.
3. Óáhugaverður söguþráður - fjallar um mæðgur í smábæ, ekkert meira.
4. Engin nekt - er reyndar ekki viss um að ég vilji sjá neina nakta þarna.
5. Geðveikisleg væmni - að hætti bandaríkjamanna.
6. Góður endir á öllum þáttum - Allt slæmt endar vel.
Það er hrein unun að horfa á svona leiðinlega þætti þannig að ég læt mig ekki vanta fyrir framan sjónvarpstækið. 33 tímar í næsta þátt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.