Kirilenko er með afbrigðum fagurlimaður.
NBA tímabilið er byrjað og mitt lið frá 1992 eða síðan ég byrjaði að hugsa rökrétt, Utah Jazz, byrjar býsna vel svo ekki sé meira sagt. Hörkutólin í Utah hafa sigrað fyrstu þrjá leiki sína að meðaltali með 24ra stiga mun. Andrei Kirilenko, minn uppáhalds núspilandi leikmaður, er með hvorki meira né minna en 21 varið skot eftir þessa leiki sem gera 7 að meðaltali.
En nóg um það. Ég ætlaði að tala um tilboð fyrir alla; gangið í aðdáendaklúbb Utah Jazz innan sólarhrings og ég skal ekki minnast á að þú sért bara viðbjóðslegur túristaaðdáandi þegar Jazz sigrar meistaratitilinn í júní næstkomandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.