Hér á næsta borði við mig situr vasklegur hópur námsmenna sem rökræða um kvikmyndaiðnaðinn í bandaríkjunum af áfergju. Þar fremstur í flokki er stór, feitur, skeggjaður og sköllóttur maður sem virðist hafa þetta allt á hreinu og virðist komast upp með að segja hvað sem er. Mér leikur þó forvitni á að vita hvernig fólk getur tekið þennan mann alvarlega því hann er með nákvæmlega eins rödd og Mikki Mús. Ég hugsa því bara um alla götóttu sokkana mína til að hemja mig frá því að hlæja af innilifun að honum og verða, í kjölfarið, étinn lifandi.
Og þar kom svarið við spurningunni sem henti fram fyrr í færslunni. Vandamál leyst.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.