Enn ein nóttin liðin við lærdóm fyrir lokapróf. Að þessu sinni er það tölfræðin, stóra ástin í lífi mínu, sem ég hef reyndar vanrækt upp á síðkastið. Tilhlökkunin við að komast í prófið og njóta ásta með tölfræðiprófinu er því óendanleg. Vei þeim manni eða þeirri konu sem reynir að koma upp á milli mín og tölfræðinnar!
Með þessum orðum kveð ég geðheilsu mína sem hefur fylgt mér alla mína ævi, utan einnar viku í febrúar árið 2000, sem ég fer ekki nánar í að svo stöddu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.