Eins og margoft hefur komið fram hérna á síðunni er ég gríðarlega óánægður með Háskóla Reykjavíkur þetta skólaárið. Hér eru nokkrar ástæður:
* Fáránlega aukning á nemendum þetta árið.
* Aðeins lærdómsaðstaða fyrir mjög takmarkað magn nemenda.
* Internetið handónýtt og virkar mjög illa.
* Skólagjöldin hækkuðu um 10%.
* Engin svör fást við óánægjutölvupóstum.
* Læst inn á bókasafn á nóttunni en þar er eini almennilegi prentari hússins.
Í kjölfarið hef ég stofnað skæruliðahreyfingu þar sem ég er 100% meðlima. Þessi hreyfing var stofnuð við prentara á þriðju hæð í gærnótt þar sem ég ætlaði mér að prenta út glósur en tók eftir miða á skólastofuhurð þar sem á stóð "Vegna slæmrar umgengni nemenda hefur stofum á þessari hæð verið lokað fram yfir próf". Þetta veldur því að sú litla aðstaða sem var hérna hefur minnkað gríðarlega. Ég bætti því við miða fyrir neðan þar sem á stóð "Þar að auki pissaði einhver út fyrir á klósetinu og því er salernisaðstaðan lokuð fram á sumar".
Á morgun plana ég að kveikja í mér í mötuneytinu í mótmælaskyni við hátt verð á möffins. Allir að skrá sig í hreyfinguna!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.