þriðjudagur, 16. nóvember 2004

Í dag fékk ég 9 fyrir Gerð og Greiningu Ársreikningaverkefni sem ég eyddi meira en 40 tímum í að verka og samstarfsmaður minn, Daníel, eflaust helmingi meiri tíma. Ég bjóst við að fá ca 6,5 í mesta lagi.

Um daginn fékk ég svo 8,4 úr Fjármálamarkaðsprófi, þar sem ég hélt að ég væri kolfallinn enda vissi ég ekkert, að mér fannst, þegar prófið var tekið.

Í dag held ég áfram að vinna amk 15 blaðsíðna verkefni fyrir tölfræði og á morgun mun ég svo aðstoða Daníel og Óla Rúnar við 10-15 blaðsíðna ritgerð um gagnsæi peningastefnunnar fyrir Fjármálamarkaði sem skilað verður á föstudaginn. Fyrsta lokaprófið er svo á mánudaginn.

Ég held ég hafi einhverntíman horft á sjónvarp, þó ég muni það ekki. Mig grunar að ég hafi átt mér áhugamál hér í gamla daga og ég veit að ég mun ekki líta upp úr bókunum fram að 4. desember næstkomandi. Ef skóli er vinna er háskóli útrýmingabúðir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.