föstudagur, 12. nóvember 2004

Nýlega myndaðist gríðarleg eftirspurn eftir vitneskju um það hvað ég ætli mér að gera um helgina. Ég bý yfir þessari vitneskju og ætla að henda henni fram í eftirfarandi færslu:

Eftir að hafa unnið í meira en 40 tíma við gerð og greiningu verkefni hyggst ég slappa af með því að gera skilaverkefni í tölfræði. Ennfremur mun ég takast á við verkefni fyrir þetta veftímarit og gagnrýna einhverja bíómynd í kvöld, þá helst í bíóhúsi. Framundan er því strembin bíóhelgi en ég get þó huggað mig við að tölfræðin bjargar geðheilsunni, enn eina ferðina.

Ég vona að með þessari færslu hafi myndast jafnvægi á markaði og helginni sé þarmeð bjargað frá markaðsójafnvægi og alltof háu verði á upplýsingum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.