Nú nýlega bætti ég ungri snót úr HR á MSN spjallforritið mitt þar sem við vorum að vinna verkefni, alltaf þessu vant. Þá rann upp fyrir mér ljós; ég heilsa daglega amk 12 manneskjum í HR, þar af tveimur strákum og hvorki meira né minna en 10 stelpum! Það sem kemur mér jafnvel enn meira á óvart er að allar þessar stelpur sem ég gef mig út fyrir að þekkja eru forkunnarfagrar.
Getur verið að ég sé orðinn það sem ég hataði sem ungur maður í Menntaskóla, ekki þekkjandi einn einasta kvenmann; strákinn sem þekkti allar sætu stelpurnar og var alltaf hrókur alls fagnaðar, kunnið þið eflaust að spyrja. Nei, til allrar hamingju ekki þar sem ég er gríðarlega fúllyndur og stelpurnar þola mig ekki. Fjúkk. Þar hafið þið það.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.