Það er engu lagi líkt hversu mikið ofurmenni ég í raun og veru er. Ekki nóg með að ég hafi fengið kjaftshögg í körfubolta um daginn svo úr mér fossblæddi og ég fór ekki að gráta, auk þess sem ég fékk gott högg í maga um svipað leiti svo ég missti andann, og fór bara að gráta smá, þá hef ég einnig vakað alla nóttina í þriðja sinn á þessari önn hérmeð. Ástæðan er létt blanda af stressi, samviskusemi og amfetamínsterum vegna prófs í fjármálamörkuðum sem ég fer í eftir ca tvo eða þrjá tíma.
Mæli með því að vaka svona, þó ekki sé fyrir annað en vímuna sem fylgir svefnleysinu. Svo er líka gott að heyra rödd líkamans í fyrsta sinn en hann hrópar á hvíld þessa stundina, bókstaflega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.