Ég hef endanlega gefið upp vonina um að fréttablaðið taki viðtal við mig í "Hin hliðin" sem er alltaf í sunnudagsblöðunum og tek því bara viðtalið við sjálfan mig:
Fullt nafn: Finnur.tk Torfi Gunnarsson
Hvernig ertu núna? Mér er illt í öxlunum, með varaþurrk, svolítið svangur og frekar kalt á höndunum. Annars fínn.
Hæð: 193 cm
Augnalitur: Blágrár.
Starf: Námsmenni.
Stjörnumerki: Ljónið. Sem segir ekkert.
Hjúskaparstaða: Mjög einhleypur.
Hvaðan ertu? Fellabæ og Trékyllisvík
Helstu afrek: Varð í öðru sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði 1989. Versla í bónus. Fékk fína meðaleinkunn á vorönn 2004.
Helstu veikleikar: Leti, feimni, Tourettes syndrome í körfubolta, kæruleysi.
Helstu kostir: Ég framleiði ekki táfýlu.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: CSI Whereever.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Poppland þegar Freyr Eyjólfsson sér um það.
Uppáhaldsmatur: Núðlur með osti.
Uppáhaldsveitingastaður: Enginn ennþá.
Uppáhaldsborg: Fellabær.
Uppáhaldsíþróttafélag: Utah Jazz og Huginn Fellum.
Mestu vonbrigði lífsins: Hver einasti morgunn.
Áhugamál: Körfubolti, skák, bíómyndir, tónlist, tölfræði, internetið og núðlur.
Viltu vinna milljón: There is no such thing as a free lunch. Hvað þyrfti ég að gera fyrir hana?
Jeppi eða sportbíll: Bæði: Subary Justy.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ríkur. Annars ekkert sérstakt.
Skelfilegasta lífsreynslan: Hef komist stórslysalaust í gegnum lífið hingað til.
Hver er fyndnastur? Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson = Radíus.
Hver er kynþokkafyllst? Of mikið úrval! Ef ég verð að velja; Monica Bellucci.
Trúir þú á drauga? Ekki nóg með að ég trúi ekki á þá, ég veit að þeir eru ekki til.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Eitthvað sem er ekki misnotað af mannskepnunni. Broddgöltur jafnvel.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rolla.
Áttu gæludýr? Nei og mun aldrei eiga.
Hvar líður þér best? Sofandi.
Besta kvikmynd í heimi? Seven.
Besta bók í heimi? Engin enn.
Næst á dagskrá: Halda áfram með tölfræðiverkefni og hlæja að þremur miðaldra kellingum sem eru að dæla peningum í sjálfsala sem er ekki í sambandi, undrandi sig á því að ekkert gerist.
Þetta tók svo á að ég er skelfingu lostinn um að ég bloggi ekki meira í dag.
Ég hvet samt alla að gera það sama og setja í kommentin og ef það passar ekki bara að skipta þessu niður á fleiri komment.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.