fimmtudagur, 11. nóvember 2004

Síðasta sólarhringinn hef ég ekki eytt einni einustu krónu, fyrir utan í vexti af yfirdrætti mínum sem bankinn sér um. Ástæðan er sú að þennan síðastliðinn sólarhring svaf ég í 15 klukkutíma. Ástæðan fyrir því að ég svaf svona mikið var sú að ég svaf ekki svo mikið sem eina mínútu sólarhringinn áður. Ástæðan fyrir því svefnleysi var þrá mín að standa mig vel á prófi sem ég tók í gærmorgun en góður árangur veldur vellíðan hjá mér auk þess sem ég næ mér smámsaman í háskólagráðu, þó lítil sé. Ástæðan fyrir því að ég er að fá mér háskólagráðu er einfaldlega sú að ég vil gjarnan vinna við hálaunavinnu og eitthvað sem ég hef áhuga á og háar einkunnir auka líkurnar á því. Ef ég fæ hálaunavinnu get ég jafnvel lagst í helgan stein fyrr en venjulega, vaðandi í peningum og sofandi 15 tíma á sólarhring án þess að ég þurfi að hafa áhyggjur af peningum eða yfirdrætti, allavega ekki peningalegum yfirdrætti.

Þannig að ég er löglega afsakaður fyrir því að sofa svona mikið. Það er hinsvegar óafsakanlegt að eyða engum peningi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.