laugardagur, 27. nóvember 2004

Oft hef ég skrifað um hvimleiðasta vandamál Íslendinga þessa dagana; nöldur miðaldra kellinga. Sjálfur hef ég lent í því óteljandi oft enda býð ég upp á það þar sem ég svara yfirleitt ekki fyrir mig, sama hversu órökrétt og vitlaust nöldrið er.

Allavega, Verslunarfélag Reykjavíkur hefur nú veitt mér liðstyrk í baráttunni gegn miðaldra kellingum. VR segir það ekki beinum orðum að þetta sé stuðningur við mig en mér er samt sem áður þökkuð bárátta mín með því að birta nafn mitt í auglýsingu á síðunni sinni.

Hér er auglýsingin sem ég er að tala um.
Hér er heimasíða VR
og hér er auglýsingin sem þakkar mér fyrir baráttuna.

Takk VR, en veftímaritið þarf enga aðstoð við að eyða þessu vandamáli Íslands þar sem það hefur nú nýverið fest kaup á umtalsverðu magni af eldvörpum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.