Þar sem nú er síðasti dagur ársins verð ég að skrifa allt það sem mun koma fram í annálum fyrir árið 2004. Þar er mér efst í huga bíómynd sem ég á eftir að gagnrýna en ég sá hana rétt fyrir jólin.
Myndin heitir Shrek og er númer tvö. Myndin fjallar um skrímslahjón sem fá heimboð foreldra annars skrímlisins, en þeir eru mennskir og vita ekki af skrímslavæðingu dóttur sinnar, sem er einmitt 50% skrímslahjónanna.
Allavega, myndin er vel gerð eins og fyrri myndin og nokkuð sniðug en er ljósár frá því að vera jafnfyndin og sú fyrri. Mæli samt með henni.
Til gamans má geta þess að lagið People ain't no good með meistara Nick Cave er einmitt spilað í þessari mynd og því hækka ég hana um 0,0001 stjörnu fyrir hvert orð sem Eddie Murphy les í þessari mynd.
Þrjár stjörnur af fjórum.
föstudagur, 31. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég náði blóðþrennu á körfuboltaæfingu kvöldsins, sem var jafnframt sú síðasta á þessu ári og hér á austurlandi í bili. Ég semsagt svitnaði blóði þegar allt vatn líkamans kláraðist, ældi blóði vegna ofsaþreytu og meig blóði á eftir, hvers vegna veit ég ekki. Það munaði engu að ég hefði náð sögulegri fernu, því aðeins munaði sentímetra að ég hefði grátið blóði þegar ég tapaði enn einum leiknum.
fimmtudagur, 30. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og allir landsmenn vita sameinaðist Fellabær Egilsstöðum í síðustu kosningum og því öll fjármál undir einum hatti héreftir. Í fyrstu vissi ég ekkert hvernig átti að bregðast við, enda er ég eflaust versti afturhaldskommatittur, en svo rann upp fyrir mér ljós. Eftirfarandi ferli mun eflaust fara af stað:
1. Strætókerfi einhverskonar sett upp á milli Fellabæjar og Egilsstaða.
2. Allt alltof gamla fólkið getur lagt bílunum sínum og keypt strætókort.
3. Umferðin verður öruggari.
Ef þið kaupið ekki að umferðin verði öruggari með eldra fólkið í strætó þá er ég hér með dæmisögu:
Bifreið fyrir framan mig nam skyndilega staðar í miðri brekku (blindhæð) á einbreiðum vegi án þess að gefa stefnuljós. Áður hafði hann verið að ferðast á um 20 km hraða á 70 km hraða svæði. Ég rétt náði að sveigja framhjá og sem betur fer var enginn að koma á móti. Ég hélt mína leið í Olís þar sem inn kom háaldraður maður, benti á brauðhleif og spurði afgreiðslumann hvort þetta væri brauð. Þegar ég svo fór út tók ég eftir því að þessi gamli maður hafði lagt akkúrat á miðju olísplani, fyrir aftan minn bíl og þvert fyrir bensíndæluna.
Annars virði ég eldra fólk. Bara ekki í umferðinni.
1. Strætókerfi einhverskonar sett upp á milli Fellabæjar og Egilsstaða.
2. Allt alltof gamla fólkið getur lagt bílunum sínum og keypt strætókort.
3. Umferðin verður öruggari.
Ef þið kaupið ekki að umferðin verði öruggari með eldra fólkið í strætó þá er ég hér með dæmisögu:
Bifreið fyrir framan mig nam skyndilega staðar í miðri brekku (blindhæð) á einbreiðum vegi án þess að gefa stefnuljós. Áður hafði hann verið að ferðast á um 20 km hraða á 70 km hraða svæði. Ég rétt náði að sveigja framhjá og sem betur fer var enginn að koma á móti. Ég hélt mína leið í Olís þar sem inn kom háaldraður maður, benti á brauðhleif og spurði afgreiðslumann hvort þetta væri brauð. Þegar ég svo fór út tók ég eftir því að þessi gamli maður hafði lagt akkúrat á miðju olísplani, fyrir aftan minn bíl og þvert fyrir bensíndæluna.
Annars virði ég eldra fólk. Bara ekki í umferðinni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðasta sólarhring hef ég fengið þrjú hrós frá þremur einstaklingum. Þau voru eftirfarandi:
1. Eugene körfuboltaþjálfari Hattar og Bandaríkjamaður, sem ég spjallaði, að sögn, vel og lengi við á ballinu um daginn, spurði mig blákalt hvort ég gæti spilað með Hetti í vetur. Ég er á förum 2. janúar næstkomandi til Reykjavíkur og því brosti ég bara eins og fífl og gekk dáleiddur af hamingju í burtu.
2. Mexíkósk stelpa á MSN spjallforritinu sagði útlit mitt geta laðað að stelpur úr heimalandi sínu þar sem ég er með blá augu. Ég á pantað flug þangað 2. janúar næstkomandi.
3. Ég sagði við sjálfan mig í spegilinn þegar ég vaknaði í morgun "þú ert æði, Finnur!", eins og alltaf.
Þrjú hrós er aðeins fyrirboði harmfara í mínu lífi og því mun ég ekki mæta á ball annað kvöld, gamlárskvöld, heldur liggja undir feldi, einn.
1. Eugene körfuboltaþjálfari Hattar og Bandaríkjamaður, sem ég spjallaði, að sögn, vel og lengi við á ballinu um daginn, spurði mig blákalt hvort ég gæti spilað með Hetti í vetur. Ég er á förum 2. janúar næstkomandi til Reykjavíkur og því brosti ég bara eins og fífl og gekk dáleiddur af hamingju í burtu.
2. Mexíkósk stelpa á MSN spjallforritinu sagði útlit mitt geta laðað að stelpur úr heimalandi sínu þar sem ég er með blá augu. Ég á pantað flug þangað 2. janúar næstkomandi.
3. Ég sagði við sjálfan mig í spegilinn þegar ég vaknaði í morgun "þú ert æði, Finnur!", eins og alltaf.
Þrjú hrós er aðeins fyrirboði harmfara í mínu lífi og því mun ég ekki mæta á ball annað kvöld, gamlárskvöld, heldur liggja undir feldi, einn.
miðvikudagur, 29. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Innrás erlendra skuggabaldra á MSNið mitt er hafin. Síðasta mánuðinn eða svo hafa hvorki meira né minna en sex útlendingar bætt mér við á MSNið sitt, allt útaf þessari kynningarsíðu sem blogger útbýr og dreifir um óravíddir internetsins.
Útlendingarnir skiptast í eftirfarandi lönd og kyn:
Tveir frá Mexíkó, stelpa og strákur.
Tvær stelpur frá Brazilíu.
Strákur frá Skotlandi.
Stelpa frá Spáni.
Allt er þetta einstaklega fallegt fólk, að sjálfsögðu.
Útlendingarnir skiptast í eftirfarandi lönd og kyn:
Tveir frá Mexíkó, stelpa og strákur.
Tvær stelpur frá Brazilíu.
Strákur frá Skotlandi.
Stelpa frá Spáni.
Allt er þetta einstaklega fallegt fólk, að sjálfsögðu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýjar viðskiptahugmyndir fyrir mig eru svipað algengar og þunglyndishugsanir og ranghugmyndir Íslendinga; þær poppa upp oft á dag og ný á hverjum degi. Í dag ætla ég að bjóða lesendum upp á eina og þarmeð er ég að gefa hverjum þeim sem tekur hana að sér mikið ríkidæmi.
Til er aragrúi af fólki sem aldrei er boðið upp á drykki á djamminu, fólk rétt eins og ég og þú. Hægt væri að fá gríðarlega fallegt fólk til að mæta á djammið og bjóða öllum þeim sem aldrei fá boð á barnum upp á drykki gegn því að fá sendan reikning daginn eftir fyrir drykkjunum auk ca 20-40% þóknunar fyrir vellíðanina sem fylgir því að vera boðið upp á drykk af fallegum karl- eða kvenmanni.
Það var ekkert.
Til er aragrúi af fólki sem aldrei er boðið upp á drykki á djamminu, fólk rétt eins og ég og þú. Hægt væri að fá gríðarlega fallegt fólk til að mæta á djammið og bjóða öllum þeim sem aldrei fá boð á barnum upp á drykki gegn því að fá sendan reikning daginn eftir fyrir drykkjunum auk ca 20-40% þóknunar fyrir vellíðanina sem fylgir því að vera boðið upp á drykk af fallegum karl- eða kvenmanni.
Það var ekkert.
þriðjudagur, 28. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ekki bara bróðir minn sem fagnar afmæli í dag heldur einnig ég sjálfur með myndinni Memento en í dag er akkúrat liðið eitt stykki ár síðan ég sá hana fyrst. Síðan þá hef ég dreift boðskapi hennar víðsvegar, sýnt hinum og þessum hana, leigt hana tvisvar og keypt hana á ebay einu sinni ásamt því að hafa séð hana ca sjö sinnum á árinu, bæði í réttri röð og í réttari röð. Ástæðan er auðvitað sú að þessi mynd er meistaraverk og þessa stundina númer 2 yfir bestu myndir allra tíma að mínu mati.
Til hamingju Memento og ég.
Til hamingju Memento og ég.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag á stórmerkilegur maður afmæli. Hann ber nafnið Helgi og er Gunnarsson. Hann er þekktastur fyrir að vera núverandi austurlandsmeistari í borðtennis en þann titil sigraði hann fyrir um 7 árum síðan og hefur ekki verið keppt síðan sökum yfirburða hans. Ennfremur er hann bróðir minn, þrátt fyrir að hann beri ekki sama .tk eftirnafnið.
Til hamingju með afmælið Helgi.
Til hamingju með afmælið Helgi.
mánudagur, 27. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi fór ég m.a. í teiti hjá Jökli og ball í Valaskjálf með Atómstöðinni. Áfengi var við hönd og tilgangurinn bæði að skemmta sér og að bæta heimsmet. Ég skemmti mér ágætlega minnir mig en heimsmetið er amk hérmeð bætt. Ég hef nú hætt að drekka oftast allra í heiminum eða 257 sinnum.
sunnudagur, 26. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðan ég fór til Reykjavíkur í nám hef ég klárlega orðið var við breytta hagi Egilsstaðabúa og nágrennis(búa) þegar ég sný aftur í ýmist sumarfrí eða jólafrí.
Í fyrsta jólafríinu tók ég eftir því að allir voru komnir á BMW bifreið en það eru, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, býsna dýr farartæki.
Í síðasta sumarfríi var búið að byggja nýja verslunarmiðstöð, risablokk og talsvert af nýjum hverfum.
Í þessu jólafríi hefur verið byggt íþróttahús í Fellabæ, en það er jafnframt fyrsta eyðsla í íþróttir í Fellabæ frá 1995 ca. Ennfremur hef ég tekið eftir því að ca 70% allra bíla á Egilsstöðum eru býsna dýrir og fyrirferðamiklir jeppar.
Hér kemur svo spáin mín fyrir næstu jóla- og sumarfrí:
Næsta sumarfrí: Nesið milli Fellabæjar og Egilsstaða tvöfaldað. Umferðaljós komin víðsvegar á Egilsstöðum og Fellabæ. Fyrsti glæpamaðurinn á Egilsstöðum lítur dagsins ljós.
Næsta jólafrí: Fólk búið að selja jeppana sína og hefur keypt sér svifnökkva og þotur. Einnig umtalsvert um skútur á fljótinu. Þeir fáu sem notast við bifreiðar byrja að nota flautuna, rétt eins og í Reykjavík. Fyrsta "gettó" Egilsstaða komið vegna lausaleiksbarna túristakörfuknattleiksmanna Hattar.
Þarnæsta sumarfrí: Fyrsti 120 hæða skýjakljúfur landsins byggður við hliðina á Kaupfélagi Héraðsbúa. Alþjóðlegur flugvöllur byggður við Vínland, Fellabæ. Olís í Fellabæ kaupir upp Svarthvítu Hetjuna og stefnir á heimsyfirráð. Ég flyt í eitthvað smærra samfélag.
Í fyrsta jólafríinu tók ég eftir því að allir voru komnir á BMW bifreið en það eru, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, býsna dýr farartæki.
Í síðasta sumarfríi var búið að byggja nýja verslunarmiðstöð, risablokk og talsvert af nýjum hverfum.
Í þessu jólafríi hefur verið byggt íþróttahús í Fellabæ, en það er jafnframt fyrsta eyðsla í íþróttir í Fellabæ frá 1995 ca. Ennfremur hef ég tekið eftir því að ca 70% allra bíla á Egilsstöðum eru býsna dýrir og fyrirferðamiklir jeppar.
Hér kemur svo spáin mín fyrir næstu jóla- og sumarfrí:
Næsta sumarfrí: Nesið milli Fellabæjar og Egilsstaða tvöfaldað. Umferðaljós komin víðsvegar á Egilsstöðum og Fellabæ. Fyrsti glæpamaðurinn á Egilsstöðum lítur dagsins ljós.
Næsta jólafrí: Fólk búið að selja jeppana sína og hefur keypt sér svifnökkva og þotur. Einnig umtalsvert um skútur á fljótinu. Þeir fáu sem notast við bifreiðar byrja að nota flautuna, rétt eins og í Reykjavík. Fyrsta "gettó" Egilsstaða komið vegna lausaleiksbarna túristakörfuknattleiksmanna Hattar.
Þarnæsta sumarfrí: Fyrsti 120 hæða skýjakljúfur landsins byggður við hliðina á Kaupfélagi Héraðsbúa. Alþjóðlegur flugvöllur byggður við Vínland, Fellabæ. Olís í Fellabæ kaupir upp Svarthvítu Hetjuna og stefnir á heimsyfirráð. Ég flyt í eitthvað smærra samfélag.
laugardagur, 25. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Áður en ég fór austur í jólafrí skrapp ég í kveðjubíó með Óla Rú og frú. Í bíóhúsum bæjarins voru aðeins myndir sem við höfðum séð og því varð hin fyrirfram dauðadæmda mynd Bridget Jones: the edge of reason fyrir valinu.
Þessi mynd er framhald af Bridget Jones's Diary, fyrir þá sem hafa alið manninn í helli síðustu ár og skartar nákvæmlega sömu leikurum. Renée Zellweger bætir á sig nokkrum tugum kílóa fyrir þetta hlutverk og lítur bara þónokkuð illa út, jafnvel verr en venjulega. Söguþráðurinn er bjánalegur, barnalegur, ofsakátur, óþolandi og talsvert óraunhæfur. Ennfremur er hann ófyndinn, miðaldra, hannaður fyrir kvenfólk og leiðinlegur.
Fleira þarf ekki að segja um þessa mynd. Ein stjarna af fjórum fyrir einstaka brandara sem ég gátu fengið mig til að fresta sjálfsíkveikju um einhverjar mínútur.
Þessi mynd er framhald af Bridget Jones's Diary, fyrir þá sem hafa alið manninn í helli síðustu ár og skartar nákvæmlega sömu leikurum. Renée Zellweger bætir á sig nokkrum tugum kílóa fyrir þetta hlutverk og lítur bara þónokkuð illa út, jafnvel verr en venjulega. Söguþráðurinn er bjánalegur, barnalegur, ofsakátur, óþolandi og talsvert óraunhæfur. Ennfremur er hann ófyndinn, miðaldra, hannaður fyrir kvenfólk og leiðinlegur.
Fleira þarf ekki að segja um þessa mynd. Ein stjarna af fjórum fyrir einstaka brandara sem ég gátu fengið mig til að fresta sjálfsíkveikju um einhverjar mínútur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mestu bókajól á minni mjög löngu ævi áttu sér stað í gær þegar ég fékk hvorki meira né minna en þrjár bækur í jólagjöf. Bókunum er líka skipt vel upp í gamanbók, ævisögubók og skáldsöguspennubók.
Ennfremur fékk ég geisladisk, ilmvatn og ég veit ekki hvað og hvað.
Við megum samt ekki gleyma boðskapi jólanna en hann er að einhver goðsagnakennd persóna sem við höfum enga almennilega sönnun um að hafi nokkurntíman verið til, utan skáldsöguna Biblíuna, átti að hafa fæðst á þessum degi fyrir rúmlega 2000 árum síðan og ku hann hafa frelsað allt mannkynið einhvernveginn með ofurhæfileikum sínum og hlédrægni.
Eða bara að gera sér dagamun með því að gefa gjafir og skemmta sér í aukafríi. Bara það sem hentar ykkur betur.
Ennfremur fékk ég geisladisk, ilmvatn og ég veit ekki hvað og hvað.
Við megum samt ekki gleyma boðskapi jólanna en hann er að einhver goðsagnakennd persóna sem við höfum enga almennilega sönnun um að hafi nokkurntíman verið til, utan skáldsöguna Biblíuna, átti að hafa fæðst á þessum degi fyrir rúmlega 2000 árum síðan og ku hann hafa frelsað allt mannkynið einhvernveginn með ofurhæfileikum sínum og hlédrægni.
Eða bara að gera sér dagamun með því að gefa gjafir og skemmta sér í aukafríi. Bara það sem hentar ykkur betur.
föstudagur, 24. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá eru jólin gengin í garð og ekkert við því að gera nema fara yfir tölfræði hvað jólakortasendingar varðar:
Í ár sendi ég níu kort en fékk sjö, þar af voru tvö stíluð á mig og aðra meðlimi fjölskyldunnar.
Þar höfum við það. Ég er strax farinn að hlakka til að taka saman jólakortatölfræði næstu jóla.
Ég ítreka beiðni mína; eigið gleðileg jól.
Í ár sendi ég níu kort en fékk sjö, þar af voru tvö stíluð á mig og aðra meðlimi fjölskyldunnar.
Þar höfum við það. Ég er strax farinn að hlakka til að taka saman jólakortatölfræði næstu jóla.
Ég ítreka beiðni mína; eigið gleðileg jól.
fimmtudagur, 23. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef loksins náð 196 cm hæðarmarkinu þar sem ég fékk hvorki meira né minna en sjö blöðrur á fæturnar neðanverðar á körfuboltaæfingu í kvöld. Þá loksins get ég auglýst mig sem 6 fet og 5 inches með góðri samvisku á NBA draft umsókninni. Verst að ég er ekki nema 174 lbs en það er víst þyngd sem hæfir meira 5 feta manni.
Allavega, ég krosslegg bara fingur að blöðrurnar haldist þarna fram í júní þegar draftið byrjar.
Allavega, ég krosslegg bara fingur að blöðrurnar haldist þarna fram í júní þegar draftið byrjar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í vetur var inniskóm mínum stolið á stúdentagörðunum en þá hafði ég átt í tvo mánuði og voru þeir einstaklega þægilegir, þrátt fyrir afalegt útlit. Stuttu seinna lánaði ég vín mitt gegn loforði um greiðslu, sem svo aldrei barst.
Nú í kvöld bárust mér svo þær fréttir að hillan mín í ísskápnum hefur verið yfirtekin af nágrannahillu.
Ég auglýsi því hér með eftir nokkrum vel þéttum náungum, nú eða nokkrum ákveðnum lögfræðingum, til að fylgja mér inn á garðana í byrjun janúar, þegar ég sný þangað aftur, svo hægt sé að innheimta skuldir, hillu og inniskó hjá nokkrum óprúttnum skrattakollum.
Nú í kvöld bárust mér svo þær fréttir að hillan mín í ísskápnum hefur verið yfirtekin af nágrannahillu.
Ég auglýsi því hér með eftir nokkrum vel þéttum náungum, nú eða nokkrum ákveðnum lögfræðingum, til að fylgja mér inn á garðana í byrjun janúar, þegar ég sný þangað aftur, svo hægt sé að innheimta skuldir, hillu og inniskó hjá nokkrum óprúttnum skrattakollum.
miðvikudagur, 22. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er með tár í auga sem ég tilkynni ykkur niðurstöður könnunar minnar en þar spurði ég hvort lesendur þessarar síðu væru búnir að skrifa í gestabókina. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
10 eru góðir lesendur sem greiða fyrir vinnu mína með nafni sínu í gestabókina og kann ég þeim mínar bestu þakkir.
3 eru hjartahlýir einstaklingar sem stefna á það að skrifa í gestabókina.
19 eru hinsvegar afætur og drullupésar sem ég efast um að hafi kunnáttu til að skrifa nafn sitt, hvað þá finna gestabókina. Feginn er ég. Ekki vil ég láta bendla þessa virðulegu síðu við slík úrhrök internetsins.
Allavega, hér eru niðurstöðurnar.
10 eru góðir lesendur sem greiða fyrir vinnu mína með nafni sínu í gestabókina og kann ég þeim mínar bestu þakkir.
3 eru hjartahlýir einstaklingar sem stefna á það að skrifa í gestabókina.
19 eru hinsvegar afætur og drullupésar sem ég efast um að hafi kunnáttu til að skrifa nafn sitt, hvað þá finna gestabókina. Feginn er ég. Ekki vil ég láta bendla þessa virðulegu síðu við slík úrhrök internetsins.
Allavega, hér eru niðurstöðurnar.
þriðjudagur, 21. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöldið gerðist aldrei. Ég spilaði ekki spilið Spaði við Eyrúni, Jökul og Bryngeir, var alls ekki með yfirlýsingar um að rúlla þessu upp og gjörtapaði svo ekki, aftur og aftur langt fram á nótt. Ennfremur trylltist ég ekki, reif ekki kjaft og lauk svo ekki kvöldinu með því að velta borðinu um koll, áður en ég grét mig ekki í svefn yfir ekki slæmum spilatöktum. Þannig að ef einhver spyr þá fór ég snemma að sofa.
mánudagur, 20. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru afrek dagsins:
Vaknað klukkan: 9:30(!!!)
Farið í sund: 2x
Farið að lyfta: 1x
Keypt pylsa: 2x
Keyptar jólagjafir: 2x
Bloggfærslur: 2x
Góðar bloggfærslur: 0x
Fólki heilsað: 7x
Símtöl fengin: 2x
Símtöl hringd: 0x
Farið í sturtu: 2x
Kílómetrar eknir: ca 35 km
Fólk drepið úr leiðindum með þessari færslu: ca 30 (gróflega áætlað)
Vaknað klukkan: 9:30(!!!)
Farið í sund: 2x
Farið að lyfta: 1x
Keypt pylsa: 2x
Keyptar jólagjafir: 2x
Bloggfærslur: 2x
Góðar bloggfærslur: 0x
Fólki heilsað: 7x
Símtöl fengin: 2x
Símtöl hringd: 0x
Farið í sturtu: 2x
Kílómetrar eknir: ca 35 km
Fólk drepið úr leiðindum með þessari færslu: ca 30 (gróflega áætlað)
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég fengið síðustu einkunnina fyrir haustönn í HR. Þær eru þá eftirfarandi:
Alþjóðaviðskipti: 7,0
Hagnýt tölfræði: 8,5
Fjármálamarkaðir: 7,5
Stjórnun I: 8,0
Meðaleinkunn 7,75
Ég er býsna óhress með stjórnunareinkunnina og alþjóðaviðskiptina en hitt mátti standa. Ég tek svo veikindapróf í Gerð og greiningu ársreikninga eftir áramót og þarf að fá 11,5 í einkunn svo ég eigi séns í forsetalistann, en þeir sem á honum eru fá skólagjöldin endurgreidd.
Alþjóðaviðskipti: 7,0
Hagnýt tölfræði: 8,5
Fjármálamarkaðir: 7,5
Stjórnun I: 8,0
Meðaleinkunn 7,75
Ég er býsna óhress með stjórnunareinkunnina og alþjóðaviðskiptina en hitt mátti standa. Ég tek svo veikindapróf í Gerð og greiningu ársreikninga eftir áramót og þarf að fá 11,5 í einkunn svo ég eigi séns í forsetalistann, en þeir sem á honum eru fá skólagjöldin endurgreidd.
sunnudagur, 19. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég sá Ísland í dag um daginn þar sem verið var að ræða einhvurn andskotann og boðað til kosninga í gegnum sms um málið, sem er allt í lagi þannig séð. Svo var mér litið á skjáinn og þar sá ég að smsið kostaði 39,90 krónur; fólk þurfti semsagt að borga fyrir að gefa skoðun sína! Ekki nóg með það heldur svöruðu um 400 manns sms símakosningunni og gerðu hana þarmeð ógilda og ranga, í ljósi þess að aðeins heimskt fólk sem kann alls ekki að fara með peninga svaraði könnuninni.
Niðurstöðurnar í þessum þættum voru að veðurfræðingar ættu að spá betra veðri.
Niðurstöðurnar í þessum þættum voru að veðurfræðingar ættu að spá betra veðri.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tók mér bloggfrí í gær af því tilefni að hafa sigrað tvo daga í röð í spilakeppni sem haldin var heima hjá Jökli, frú, Bryngeiri og systur. Einnig komst ég ekkert í nettengda tölvu og síðast en ekki síst lærði ég það á harða veginn að það gengur ekki að safna herjum saman og ráðast inn í næstu lönd sem Hitler Þýskalands í leiknum Civilization III, án þess að vera settur í viðskiptabann víðsvegar, litinn hornauga og að lokum flengdur af öllum þjóðum heimsins.
En nóg um mig. Hvernig hafið þið það?
En nóg um mig. Hvernig hafið þið það?
föstudagur, 17. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn eina ferðina ætla ég að reyna að fá fólk til að skrifa í gestabókina. Í þetta sinn á frekar ómerkilegan hátt með því að höfða til samviskunnar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hvað er að koma fyrir Davíð Oddsson? Samkvæmt þessari frétt er hann annað hvort kominn í mesta jólaskap allra tíma eða er að undirbúa risajólagjöf til Bandaríkjastjórnar. Eða bæði.
Ég fagna þessu amk. Nú er bara spurning hvort maður stofni ekki skákklúbb í HR, fái Bobby Fischer til að hjálpa við opnunarhátíðina og Birgittu Haukdal til að halda fjöltefli.
Ég fagna þessu amk. Nú er bara spurning hvort maður stofni ekki skákklúbb í HR, fái Bobby Fischer til að hjálpa við opnunarhátíðina og Birgittu Haukdal til að halda fjöltefli.
fimmtudagur, 16. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er ég endanlega kominn til Vodafone. Fyrir venjulega fólkið hefði það gerst fyrir rúmum tveimur mánuðum, rétt eftir að boðið um að skipta um símafélag var þegið en ekki fyrir mig. Hér er sagan:
* Um miðjan október er mér boðið að skipta um símafélag sem ég þigg með þökkum.
* Tveimur vikum síðar berst mér símtal frá kappa sem ætlar að sendast til mín með kortið sem ég þarf í símann svo ég færist yfir til Vodafone. Ég er alltaf í skólanum á kvöldin þannig að hann frestar því alltaf um eitt kvöld að koma.
* Þegar ég svo loks er heima hættir hann að hringja. Gerist um 7.-8. nóvember.
* Ég gefst upp um 1. desember og ætla að ná í kortið í Kringluna en þá finnst það ekki. Nýtt kort skal búið til þegar þetta rennur út, er mér tjáð.
* Lendi fyrir austan, enn hjá símanum, 10. desember.
* 13. desember er mér tilkynnt að númerið mitt sé hérmeð skráð hjá vodafone og allt samband dettur út, enda ég með símakortið enn í símanum. Vodafone lofar að senda kortið um hæl.
* Í dag, 16. desember berst kortið. Umslagið er stimplað 15. desember. Kortið virkar þó ekki því þau sendu týnda kortið sem einmitt rann út í dag. Það var þó lagað undir kvöld og voilá! Ég er kominn yfir til vodafone. Einfalt og þægilegt ferli.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þarna er um að ræða minn klaufaskap auk minnar óheppni. Ég kann starfsfólki vodafone mínar bestu þakkir fyrir að þola mig í þennan tíma. Ennfremur vona ég að enginn móðgast við það hver leikur hann eða hana í hollywoodmyndinni sem verið er að vinna í að gera þessa dagana, um þetta mál einmitt.
Allavega, ég hef glatað öllum númerum úr símanum. Mér þætti vænt um ef fólk gæti sent mér sms í gegnum vodafone síðuna, í númer 867 0533 og tilkynnt mér nafn og númer. Kærar þakkir.
* Um miðjan október er mér boðið að skipta um símafélag sem ég þigg með þökkum.
* Tveimur vikum síðar berst mér símtal frá kappa sem ætlar að sendast til mín með kortið sem ég þarf í símann svo ég færist yfir til Vodafone. Ég er alltaf í skólanum á kvöldin þannig að hann frestar því alltaf um eitt kvöld að koma.
* Þegar ég svo loks er heima hættir hann að hringja. Gerist um 7.-8. nóvember.
* Ég gefst upp um 1. desember og ætla að ná í kortið í Kringluna en þá finnst það ekki. Nýtt kort skal búið til þegar þetta rennur út, er mér tjáð.
* Lendi fyrir austan, enn hjá símanum, 10. desember.
* 13. desember er mér tilkynnt að númerið mitt sé hérmeð skráð hjá vodafone og allt samband dettur út, enda ég með símakortið enn í símanum. Vodafone lofar að senda kortið um hæl.
* Í dag, 16. desember berst kortið. Umslagið er stimplað 15. desember. Kortið virkar þó ekki því þau sendu týnda kortið sem einmitt rann út í dag. Það var þó lagað undir kvöld og voilá! Ég er kominn yfir til vodafone. Einfalt og þægilegt ferli.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þarna er um að ræða minn klaufaskap auk minnar óheppni. Ég kann starfsfólki vodafone mínar bestu þakkir fyrir að þola mig í þennan tíma. Ennfremur vona ég að enginn móðgast við það hver leikur hann eða hana í hollywoodmyndinni sem verið er að vinna í að gera þessa dagana, um þetta mál einmitt.
Allavega, ég hef glatað öllum númerum úr símanum. Mér þætti vænt um ef fólk gæti sent mér sms í gegnum vodafone síðuna, í númer 867 0533 og tilkynnt mér nafn og númer. Kærar þakkir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Skemmtileg staðreynd; við takmarkaða hreyfingu léttist ég. Ég hef nú lést úr rúmlega 83 kg í 78 frá því í lok sumars þar sem ég hef verið í námi í HR, sitjandi og borðandi nammi.
Þetta er án efa áhrifaríkasta leiðin til að fá kvenfólk til að hata mig. Allt fyrir frægðina, nema koma nakinn fram, nema í sundi.
Þetta er án efa áhrifaríkasta leiðin til að fá kvenfólk til að hata mig. Allt fyrir frægðina, nema koma nakinn fram, nema í sundi.
miðvikudagur, 15. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég biðst velvirðuingar á skorti á kvikmyndagagnrýni og fjórförum þessa dagana. Þessar færslur eru skrifaðar í tölvu bróðir míns þar sem ég hef ekki aðgang að ftp forritinu mínu sem sér um myndir og annað stórmerkilegt.
Ég reyni að bæta fyrir það með því að gera mig að fífli á næsta balli. Takið myndavélarnar ykkar með.
Ég reyni að bæta fyrir það með því að gera mig að fífli á næsta balli. Takið myndavélarnar ykkar með.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn ein klipping að baki þar sem samtals um 50 metrar af hári voru teknir. Það sést þó ekki nokkur munur á mér nema svöðusárið í hnakkanum sem hlaust þegar hárgreiðsludaman kaus að raka á mér hálsinn aftanverðan með blaði. Konan vildi ekki að ég tæki eftir þessu og þurrkaði bara blóðið með hárþurrkunni og sýndi mér ekki hnakkann með speglinum. Ég að sjálfsögðu lét sem ég tæki ekki eftir sársaukanum og grét því ekki fyrr en greiddar höfðu verið 2.200 krónur með bros á vör og tár í auga.
Og nei, Austurgluggi, þú mátt ekki birta þessa færslu í næsta blaði.
Og nei, Austurgluggi, þú mátt ekki birta þessa færslu í næsta blaði.
þriðjudagur, 14. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsta körfuboltaæfingin var í kvöld. Ég ætla ekki að draga lesendur á asnaeyrunum með málþófi um að það skipti ekki alltaf máli að vera góður eða að maður getur verið góður í körfubolta á margan hátt, heldur ætla ég að segja eins og er; ég saug rassgat. Fyrir ykkur sem ekki skiljið slæmar myndlíkingar; ég gat ekkert.
Annað í fréttum: Það er komið gat á sokkinn minn.
Annað í fréttum: Það er komið gat á sokkinn minn.
mánudagur, 13. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld prófaði ég nýja lyftingasal Egilsstaða og nágrennis. Í salnum er nýtískuleg tæki og meira að segja náungi til að aðstoða okkur vitlausa fólkið við að gera sig þyngra. Til að gera langa og ótrúlega leiðinlega færslu stutta þá er ég ánægður með þetta framtak. Öllu góðu fylgir þó alltaf eitthvað slæmt og það slæma við þetta er að núna er alltaf allt fullt í þessum sal og þar sem ég er býsna lítið fyrir að umgangast fólk þá lít á þetta mjög alvarlegum augum.
Salurinn fær því þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.
Salurinn fær því þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er þessa dagana að vinna í því að skipta yfir til vodafone hvað gsm þjónustu varðar. Einn hængur er þó á; ég er gsm laus í dag og sennileg á morgun þannig að ef þið þurfið að ná sambandi við mig er ég í síma 471 1682 (og hlýði kallinu Finnur eða Herra Ritstjóri). Einnig eru hugboð vel þegin. Hverfandi líkur eru þó á því að þetta komi ykkur að gagni þar sem síminn minn hefur ekki hringt svo dögum skiptir utan símtala sem halda mér á lífi og gallup.
sunnudagur, 12. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hafa 43 tekið þátt í könnuninni um háralitun. Hér eru helstu niðurstöður:
* 20 kvenmenn tóku þátt og 20 karlmenn. 3 hárlausir tóku einnig þátt en þeirra kyn er óákveðið.
* 15 af 20 konum eru með litað hár eða um 75%.
* 3 af 20 körlum eru með litað hár eða um 15%.
* 3 af 43 eru ekki með hár eða um 7%.
Þar hafiði það. Konur lita hárið á sér mun minna mæli en ég (og samfélagið) bjóst við og karlmenn í mun meira mæli. Mjög marktækar niðurstöður sem munu sennilega birtast í vísinda/tískutímaritum nálægt þér næstu daga.
* 20 kvenmenn tóku þátt og 20 karlmenn. 3 hárlausir tóku einnig þátt en þeirra kyn er óákveðið.
* 15 af 20 konum eru með litað hár eða um 75%.
* 3 af 20 körlum eru með litað hár eða um 15%.
* 3 af 43 eru ekki með hár eða um 7%.
Þar hafiði það. Konur lita hárið á sér mun minna mæli en ég (og samfélagið) bjóst við og karlmenn í mun meira mæli. Mjög marktækar niðurstöður sem munu sennilega birtast í vísinda/tískutímaritum nálægt þér næstu daga.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef nú verið í Fellabæ í rúmlega tvo sólarhringa og hef þurft talsverðan aðlögunartíma enda um allt annað þjóðfélag að ræða. Hér eru nokkur atriði sem ég virðist ekki getað vanist, amk ekki á svona skömmum tíma:
* Á vatnskrönum er kalda vatnið þar sem heita vatnið er á vistinni þar sem ég bý í Reykjavík og öfugt. Getur verið leiðinlegt að súpa á sjóðandi heitu vatni þegar tannburstun á sér stað og þvo sér með ísköldu vatni.
* Í veðurfréttum horfi ég alltaf á Reykjavík þegar talað er um spá dagsins. Einhvern daginn mun ég vonandi líta á Egilsstaði, án þess að þurfa að hugsa áður.
* Það rignir ekkert hérna. Í Reykjavík rignir amk þrisvar á dag.
* Hér er ekkert stress. Í Reykjavík er ekkert nema stress.
* Hér má ekki hlaupa um nakinn án þess að það fréttist út um allt. Í Reykjavík var öllum sama.
* Á vatnskrönum er kalda vatnið þar sem heita vatnið er á vistinni þar sem ég bý í Reykjavík og öfugt. Getur verið leiðinlegt að súpa á sjóðandi heitu vatni þegar tannburstun á sér stað og þvo sér með ísköldu vatni.
* Í veðurfréttum horfi ég alltaf á Reykjavík þegar talað er um spá dagsins. Einhvern daginn mun ég vonandi líta á Egilsstaði, án þess að þurfa að hugsa áður.
* Það rignir ekkert hérna. Í Reykjavík rignir amk þrisvar á dag.
* Hér er ekkert stress. Í Reykjavík er ekkert nema stress.
* Hér má ekki hlaupa um nakinn án þess að það fréttist út um allt. Í Reykjavík var öllum sama.
laugardagur, 11. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til Ingunnar fyrir smákökurnar sem hún vonandi lagði ekki blóð svita og tár í, og gaf mér fyrir brottför mína til Egilsstaða í gær. Þær brögðuðust mjög vel. Mæli með þeim og einnig síðunni hennar Ingunnar.
Og með þessum orðum hefst leikurinn "smákökur fyrir hlekk" á Veftímaritinu. Hann felur í sér að fólk sendir inn bragðgóðar smákökur og fær í staðinn hlekk á þessari síðu. Heimilisfangið er:
Veftímaritið; við rætur hugans
bt. ritstjórn
Brekkubrún 3b
700 Egilsstaðir
Iceland
ATH. bannað er að eitra kökurnar. Ritstjórinn er með heilan her af smökkurum svo þið náið honum aldrei.
Og með þessum orðum hefst leikurinn "smákökur fyrir hlekk" á Veftímaritinu. Hann felur í sér að fólk sendir inn bragðgóðar smákökur og fær í staðinn hlekk á þessari síðu. Heimilisfangið er:
Veftímaritið; við rætur hugans
bt. ritstjórn
Brekkubrún 3b
700 Egilsstaðir
Iceland
ATH. bannað er að eitra kökurnar. Ritstjórinn er með heilan her af smökkurum svo þið náið honum aldrei.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það lítur út fyrir að mér hafi heldur betur skjátlast með tölfræðiprófið sem ég tók í nóvember en hér spáði ég kolfalli. Úr tölfræðiáfanganum fékk ég þó, ótrúlegt nokk, 8,5 og var 9-12. hæstur í öllum bekknum, sem mér finnst býsna merkilegt.
Allavega, þá þarf ég bara að taka eitt veikindapróf og bíða eftir útkomu úr þremur öðrum prófum. Ljúft.
Allavega, þá þarf ég bara að taka eitt veikindapróf og bíða eftir útkomu úr þremur öðrum prófum. Ljúft.
föstudagur, 10. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er ég kominn austur á land, þar sem snjórinn flæðir sem vín.
Flugið var merkilegt fyrir þær sakir að flugvélin skalf allan tímann. Það var reyndar í lagi því ég skalf af hræðslu á sama tíma sem gerði það af verkum að allt var kyrrt í mínum augum.
Það sem gerði flugferðina hinsvegar leiðinlegri en ella var barn í sætinu fyrir framan mig sem grét í hvert skipti sem flugvélin fór að skjálfa, eða ca alla leiðina. Ég ákvað að bregða á það ráð að senda hugskeyti til barnsins þess efnis að ég myndi henda því út um gluggan ef það færi ekki að þagna, um leið og ég horfði í augu þess og það var sem við manninn mælt, barnið grjóthélt kjafti. Það hélt þó áfram að orga þegar það fattaði að rúðurnar eru óbrjótandi í helvítis vélinni, mér til ólukku.
Flugið var merkilegt fyrir þær sakir að flugvélin skalf allan tímann. Það var reyndar í lagi því ég skalf af hræðslu á sama tíma sem gerði það af verkum að allt var kyrrt í mínum augum.
Það sem gerði flugferðina hinsvegar leiðinlegri en ella var barn í sætinu fyrir framan mig sem grét í hvert skipti sem flugvélin fór að skjálfa, eða ca alla leiðina. Ég ákvað að bregða á það ráð að senda hugskeyti til barnsins þess efnis að ég myndi henda því út um gluggan ef það færi ekki að þagna, um leið og ég horfði í augu þess og það var sem við manninn mælt, barnið grjóthélt kjafti. Það hélt þó áfram að orga þegar það fattaði að rúðurnar eru óbrjótandi í helvítis vélinni, mér til ólukku.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að koma úr ca 90 mínútna púlkeppni við Óla Rú þar sem ég beið afhroð. Tapaði 8-7 í óþarflega spennandi lokaleik. Allavega, alltaf lærir maður eitthvað nýtt og í þessari ferð lærði ég eftirfarandi:
* Ég hata konur sem eru í glasi, nýbúnar að missa vöxtinn og fegurð æskuáranna og hafa því mun hærra til að fá athygli hins kynsins. Óþolandi lýður.
* Það er hægt að lykta verr en reykingamaður sem hefur baðað sig í sígarettuösku vikum saman og það er með því að fara á poolbar í 90 mínútur.
* Það er sama hversu góður þú heldur að þú sért í pool; þú getur alltaf klúðrað auðveldasta skoti í heimi og þannig tapað leik(jum).
* Það gengur ekki upp að kenna háværum kellingum í glasi um að hafa mistekist auðvelt skot og að brjóta kjuðann á andlitinu á þeim, án þess að vera boðið upp á drykk af öllum viðstöddum.
Kveðjukvöld mitt í Reykjavík að baki og framundan hörkuátök fyrir austan í körfubolta, lyftingum, sundi, göngutúrum, jólagjafakaupum og ofsasvefni.
* Ég hata konur sem eru í glasi, nýbúnar að missa vöxtinn og fegurð æskuáranna og hafa því mun hærra til að fá athygli hins kynsins. Óþolandi lýður.
* Það er hægt að lykta verr en reykingamaður sem hefur baðað sig í sígarettuösku vikum saman og það er með því að fara á poolbar í 90 mínútur.
* Það er sama hversu góður þú heldur að þú sért í pool; þú getur alltaf klúðrað auðveldasta skoti í heimi og þannig tapað leik(jum).
* Það gengur ekki upp að kenna háværum kellingum í glasi um að hafa mistekist auðvelt skot og að brjóta kjuðann á andlitinu á þeim, án þess að vera boðið upp á drykk af öllum viðstöddum.
Kveðjukvöld mitt í Reykjavík að baki og framundan hörkuátök fyrir austan í körfubolta, lyftingum, sundi, göngutúrum, jólagjafakaupum og ofsasvefni.
fimmtudagur, 9. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef ég sé söngvarann í Brain Police einu sinni enn á rölti um kringluna eða Laugarveginn tryllist ég og sennilega hann líka, enda ég, að öllum líkindum, með óþolandi viðmót. Ekki nóg með að rekast á hann á gangi um bæinn heldur er hann í öllum innlendum sjónvarpsþáttum sem ég horfi á og alltaf á þeim útvarpsstöðvum sem ég hlusta á. Þetta væri alls ekki svo slæmt ef þetta væri ekki mesti töffari landsins og ef ég væri ekki gjörsamlega logandi hræddur við hann.
Allavega, ég fer austur á morgun.
Allavega, ég fer austur á morgun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Aðsóknin á þessa síðu hefur aldrei verið meiri. Ég verð að sjálfsögðu að nýta mér það og koma með einhverja könnun. En eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir er ég að ganga í gegnum eina lægstu andlega lægð allra tíma og veit því ekkert um hvað ég á að spyrja.
Hér kemur samt ein spurning sem lengi hefur verið að þvælast í hausnum á mér.
Endilega komið með hugmyndir að könnunum í ummælum, vinsamlegast.
Hér kemur samt ein spurning sem lengi hefur verið að þvælast í hausnum á mér.
Endilega komið með hugmyndir að könnunum í ummælum, vinsamlegast.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er enn einum deginum lokið og ég búinn að vaka í rúma 12 tíma. Þá fyrst fer eitthvað að gerast því ég stefni beint í daumalandið þar sem ég get gert hvað sem er, með hverri sem er, eins hátt og ég vil.
Það er alveg nauðsynlegt að vaka svona inn á milli svo maður verði ekki geðveikur af öllum dugnaðinum í svefninum.
Skrifa eitthvað sniðugt næst, ég lofa.
Það er alveg nauðsynlegt að vaka svona inn á milli svo maður verði ekki geðveikur af öllum dugnaðinum í svefninum.
Skrifa eitthvað sniðugt næst, ég lofa.
miðvikudagur, 8. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Skemmtilegt atvik gerðist í kvöld. Ég sat hérna við skrifborðið og borðaði Herrenkuchen með mjólk og horfði á eitthvað í tölvunni þegar mjólkin kláraðist. Ég var ekkert að kippa mér upp við það enda um daglegt brauð að ræða. Ca hálftíma síðar ætlaði ég að ganga frá og setja restina af herrenkucheninni í ísskápinn þegar ég tek eftir því að ég hafði bara borðað helminginni af síðustu sneiðinni, ekki vitandi að ég ætti hana eftir þegar ég kláraði mjólkina. Ég hló mikið, tók svo kökuna og fleigði henni í ruslið, enda ekkert annað að gera í mjólkurlausri stöðunni.
Með þessari sögu hefjast gúrkudagar á veftímaritinu þar sem allt sem gerist verður skráð niður. Þessi ákvörðun stjórnar veftímaritsins var tekin í ljósi þess að ekkert hefur gerst hjá undirrituðum frá því að skólinn kláraðist fyrir rúmum tveimur dögum síðan og ekki búist við því að neitt gerist í nánustu framtíð. Njótið.
Með þessari sögu hefjast gúrkudagar á veftímaritinu þar sem allt sem gerist verður skráð niður. Þessi ákvörðun stjórnar veftímaritsins var tekin í ljósi þess að ekkert hefur gerst hjá undirrituðum frá því að skólinn kláraðist fyrir rúmum tveimur dögum síðan og ekki búist við því að neitt gerist í nánustu framtíð. Njótið.
þriðjudagur, 7. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
The Forgotten / Á hálum ís
Fyrir rúmum tveimur vikum fór ég í bíó með Björgvini bróðir og sá myndina The Forgotten, þar sem Julianne Moore er að verða geðveik úr sorg yfir hvarfi sonar hennar. Smámsaman fara minningarnar um son hennar að hverfa á mjög órökréttan og bjánalegan hátt og að lokum verður kátt í höllinni enda hún á hálum ís, en þaðan er íslenska heiti myndarinnar fengið.
Leikurinn er viðunandi enda eru þarna nokkuð góðir leikarar, tæknibrellurnar til fyrirmyndar og fyrstu 5 mínúturnar nokkuð góðar. Restin er drasl og endirinn einn sá fáránlegasti sem ég hef séð í tugi ára. Hræðileg mynd. Hún færð þó hálfa stjörnu af fjórum fyrir tæknibrellurnar. Jafnvel hálfa í viðbót fyrir stofustemninguna í sal þrjú í regnboganum, nema 14" sjónvarpið mitt er aðeins stærra.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega uppgötvaðist galli á mér. Handarbökin á mér þorna við mikinn kulda og í morgun fékk ég skemmtileg kláðakast í þetta. Þessi galli bætist þá í mjög skrautlegt safn galla þar sem má m.a. finna:
* Ofsastress
* Tourettes syndrome í körfubolta
* Svefnsýki
* Leti við að klippa á mér táneglurnar
* Neglunag
* Vera of góður við mig þegar ég skrifa lista yfir gallana mína
* Háður mat
* Háður því að skrifa bloggfærslur
Hafið þó engar áhyggjur af húðþurrkinum, ég fékk mér Mildison Lipid 1% Kräm í lyfju og þarmeð hefst stríðið gegn göllum mínum. Ég mun þó ekki ráðast í aðra líkamlega galla þar sem þeir eru óyfirstíganlegir heldur meira huga að þeim andlegu.
Ef ég er að gleyma einhverju, endilega bætið þeim við í ummælin.
* Ofsastress
* Tourettes syndrome í körfubolta
* Svefnsýki
* Leti við að klippa á mér táneglurnar
* Neglunag
* Vera of góður við mig þegar ég skrifa lista yfir gallana mína
* Háður mat
* Háður því að skrifa bloggfærslur
Hafið þó engar áhyggjur af húðþurrkinum, ég fékk mér Mildison Lipid 1% Kräm í lyfju og þarmeð hefst stríðið gegn göllum mínum. Ég mun þó ekki ráðast í aðra líkamlega galla þar sem þeir eru óyfirstíganlegir heldur meira huga að þeim andlegu.
Ef ég er að gleyma einhverju, endilega bætið þeim við í ummælin.
mánudagur, 6. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Finnur.tk kunngjörir: Heimkoma verður á föstudaginn næstkomandi, 10. desember 2004, klukkan 17:00 að staðartíma, flugvelli Egilsstaða. Blómkransar eru afþakkaðir en geðlæknir væri vel þeginn ásamt skúffuköku.
Ég vil annars þakka kærlega skemmtileg ummæli síðustu daga. Ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og um leið farið jafnmikið hjá mér. Allir að skrifa ummæli fyrir neðan hverja færslu.
Ég vil annars þakka kærlega skemmtileg ummæli síðustu daga. Ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og um leið farið jafnmikið hjá mér. Allir að skrifa ummæli fyrir neðan hverja færslu.
sunnudagur, 5. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins hef ég fundið textann á netinu við lagið Around the world með Daft punk. Fínt lag en textinn er þó betri. Hér getið þið lesið hann og á þessari síðu getið þið fengið að heyra sýnishorn af laginu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
laugardagur, 4. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það muna allir eftir Bylgju sem ég gerði útaf við í samkeppni um markaðsstöðu í internetheimum um árið. Hún hætti snarlega að blogga eftir eitthvað útspilið mitt en nú lítur út fyrir að hún sé komin aftur og tvöfalt öflugri en áður. Ekki nóg með að hún bloggi eins og hún eigi lífið að leysa heldur er hún komin með .tk nafn, rétt eins og ég. Bylgjafagra.tk, gjörið svo vel. Áfram Bylgja! Þú getur þetta.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er þessari önn lokið. Hún skilur eftir sig:
* Vonandi fjóra áfanga tekna í viðbót.
* Ca 20 kg af pappír og bókum ýmiskonar.
* Enn eina skuldahlussuna.
* Gjörsamlega útkeyrðan, áfengissveltan, taugaveiklaðan, næstum því miðaldra pilt.
* Ca 10 grá hár í viðbót.
Ég get ekki beðið eftir næstu önn. Og þegar ég segist geta ekki beðið þá meina ég auðvitað að ég hata tilhugsunina.
* Vonandi fjóra áfanga tekna í viðbót.
* Ca 20 kg af pappír og bókum ýmiskonar.
* Enn eina skuldahlussuna.
* Gjörsamlega útkeyrðan, áfengissveltan, taugaveiklaðan, næstum því miðaldra pilt.
* Ca 10 grá hár í viðbót.
Ég get ekki beðið eftir næstu önn. Og þegar ég segist geta ekki beðið þá meina ég auðvitað að ég hata tilhugsunina.
föstudagur, 3. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir sólarhring verð ég búinn að vera í jólafríi í næstum þrjá klukkutíma. Tilhugsunin er svo yfirþyrmandi stórkostleg að ég er kominn með blóðnasir. Ef þið eruð viðkvæm fyrir dansandi nekt karlmanna og eruð staðsett fyrir utan Háskóla Reykjavíkur upp úr klukkan 13:00 á morgun mæli ég með því að þið hlaupið öskrandi í burtu, eða lokið augunum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki ríkur maður en í morgun fékk ég ágætis upphæð í húsaleigubætur. Dágóðum eyri af þeirri summu ætla ég að verja í þetta. Ég mæli með því að þið gerið það líka.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er að lesa glærur fyrir lokaprófið á morgun í Gerð og greiningu ársreikninga og það lítur út fyrir að mestur hluti þeirra sé á ensku. Nú er þetta námskeið kennt á íslensku og enskan fyrir þetta er vægast sagt ruglingsleg sem veldur því að ég er alveg brjálaður í skapinu. Það er þeim nemendum HR sem eru í 10 metra radíus við mig til happs að ég hafði vit á því að kaupa mér grænan strumpaópal í morgun. Ég fæ mér því bara eitt nammi og tygg það af áfergju, rétt til að ná mestu gremjunni úr mér.
Þessi færsla er í boða MalacoLeaf, sem m.a. framleiðir grænan strumpaópal. Á diskinn minn; MalacoLeaf.
Þessi færsla er í boða MalacoLeaf, sem m.a. framleiðir grænan strumpaópal. Á diskinn minn; MalacoLeaf.
fimmtudagur, 2. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Býsna hommaleg Hilary Swank
Síðast þegar ég hafði tíma til að leigja mér spólu varð "Boys don't cry", eða "Allt vitlaust á kaffihúsinu" eins og hún nefnist á íslensku, fyrir valinu. Það var fyrir liðlega átta vikum síðan. Myndin skartar Hilary Swank í hlutverki stúlku sem líkist býsna hommalegum ungum pilti sem vill kyssa stelpur á munninn og Chloë Sevigny sem stelpu sem kyssir, að hún heldur, stráka á munninn. Þar sem hún lifir í landi hinna frjálsu þá gengur það auðvitað ekki og hún er tekin í karphúsið ítrekað af fólki sem vill ekkert með frjálst kynferðislegt val hafa.
Myndin hefur upp á allt að bjóða fyrir gagnkynhneigða karlmenn; lesbíusenur, brjóst og ofbeldi en allt kemur fyrir ekki; hún er of sorgleg til að njóta þess. Vel leikin mynd með alltof fáar tæknibrellur.
Tvær stjörnur af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er búinn að undirbúa mig býsna vel fyrir jólafríið sem verður vinnulaust, í fyrsta sinn um ævina og mun endast í meira en mánuð enda á ég skilið að fá mér risa pásu eftir geðsýkina í skólanum þessa önnina. Eftirfarandi efni hef ég safnað að mér (keypt að sjálfsögðu!) fyrir jólafríið:
Civilization III
Civilization III - Conquests aukapakki
Civilization III - Play the world aukapakki
Jumpshot basketball v. 4.43 - körfuboltaþjálfunarleikur
Níu bíómyndir ýmiskonar
Seríu af þremur þáttum
Tólf kíló af núðlum (búinn að biðja bónus á egilsstöðum um að taka þau frá)
Verkjatöflur fyrir legusár
Inneignarnótu á endurhæfingarstöð eftir jólafríið
Ég veit reyndar að ég á eftir að endast í ca einn dag áður en það kviknar í mér úr samviskubiti. En ég ætla samt að reyna þetta.
Civilization III
Civilization III - Conquests aukapakki
Civilization III - Play the world aukapakki
Jumpshot basketball v. 4.43 - körfuboltaþjálfunarleikur
Níu bíómyndir ýmiskonar
Seríu af þremur þáttum
Tólf kíló af núðlum (búinn að biðja bónus á egilsstöðum um að taka þau frá)
Verkjatöflur fyrir legusár
Inneignarnótu á endurhæfingarstöð eftir jólafríið
Ég veit reyndar að ég á eftir að endast í ca einn dag áður en það kviknar í mér úr samviskubiti. En ég ætla samt að reyna þetta.
miðvikudagur, 1. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þýskarar eiga tvö fáránlegustu heimsmetin að því er virðist. Hér stendur allt um fyrra heimsmetið en það felst í því að taka 286 ár að koma bréfi til skila. Hitt heimsmetið, sem ég hef nefnt áður og get alltaf hlegið jafnmikið að, nú síðast fyrir þremur mínútum, er að árið 1921 var verðbólgan í Þýskalandi 13.000.000.000 prósent (þrettánþúsund milljón prósent) á einu ári en til samanburðar má nefna að verðbólgumarkmið Íslendinga eru 2,5 prósent þessi árin og var mest um 80% í byrjun níunda áratugarins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)