Það er ekki bara bróðir minn sem fagnar afmæli í dag heldur einnig ég sjálfur með myndinni Memento en í dag er akkúrat liðið eitt stykki ár síðan ég sá hana fyrst. Síðan þá hef ég dreift boðskapi hennar víðsvegar, sýnt hinum og þessum hana, leigt hana tvisvar og keypt hana á ebay einu sinni ásamt því að hafa séð hana ca sjö sinnum á árinu, bæði í réttri röð og í réttari röð. Ástæðan er auðvitað sú að þessi mynd er meistaraverk og þessa stundina númer 2 yfir bestu myndir allra tíma að mínu mati.
Til hamingju Memento og ég.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.