Ég var að koma úr ca 90 mínútna púlkeppni við Óla Rú þar sem ég beið afhroð. Tapaði 8-7 í óþarflega spennandi lokaleik. Allavega, alltaf lærir maður eitthvað nýtt og í þessari ferð lærði ég eftirfarandi:
* Ég hata konur sem eru í glasi, nýbúnar að missa vöxtinn og fegurð æskuáranna og hafa því mun hærra til að fá athygli hins kynsins. Óþolandi lýður.
* Það er hægt að lykta verr en reykingamaður sem hefur baðað sig í sígarettuösku vikum saman og það er með því að fara á poolbar í 90 mínútur.
* Það er sama hversu góður þú heldur að þú sért í pool; þú getur alltaf klúðrað auðveldasta skoti í heimi og þannig tapað leik(jum).
* Það gengur ekki upp að kenna háværum kellingum í glasi um að hafa mistekist auðvelt skot og að brjóta kjuðann á andlitinu á þeim, án þess að vera boðið upp á drykk af öllum viðstöddum.
Kveðjukvöld mitt í Reykjavík að baki og framundan hörkuátök fyrir austan í körfubolta, lyftingum, sundi, göngutúrum, jólagjafakaupum og ofsasvefni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.