Ég er að lesa glærur fyrir lokaprófið á morgun í Gerð og greiningu ársreikninga og það lítur út fyrir að mestur hluti þeirra sé á ensku. Nú er þetta námskeið kennt á íslensku og enskan fyrir þetta er vægast sagt ruglingsleg sem veldur því að ég er alveg brjálaður í skapinu. Það er þeim nemendum HR sem eru í 10 metra radíus við mig til happs að ég hafði vit á því að kaupa mér grænan strumpaópal í morgun. Ég fæ mér því bara eitt nammi og tygg það af áfergju, rétt til að ná mestu gremjunni úr mér.
Þessi færsla er í boða MalacoLeaf, sem m.a. framleiðir grænan strumpaópal. Á diskinn minn; MalacoLeaf.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.