Enn ein klipping að baki þar sem samtals um 50 metrar af hári voru teknir. Það sést þó ekki nokkur munur á mér nema svöðusárið í hnakkanum sem hlaust þegar hárgreiðsludaman kaus að raka á mér hálsinn aftanverðan með blaði. Konan vildi ekki að ég tæki eftir þessu og þurrkaði bara blóðið með hárþurrkunni og sýndi mér ekki hnakkann með speglinum. Ég að sjálfsögðu lét sem ég tæki ekki eftir sársaukanum og grét því ekki fyrr en greiddar höfðu verið 2.200 krónur með bros á vör og tár í auga.
Og nei, Austurgluggi, þú mátt ekki birta þessa færslu í næsta blaði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.