Það er með tár í auga sem ég tilkynni ykkur niðurstöður könnunar minnar en þar spurði ég hvort lesendur þessarar síðu væru búnir að skrifa í gestabókina. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
10 eru góðir lesendur sem greiða fyrir vinnu mína með nafni sínu í gestabókina og kann ég þeim mínar bestu þakkir.
3 eru hjartahlýir einstaklingar sem stefna á það að skrifa í gestabókina.
19 eru hinsvegar afætur og drullupésar sem ég efast um að hafi kunnáttu til að skrifa nafn sitt, hvað þá finna gestabókina. Feginn er ég. Ekki vil ég láta bendla þessa virðulegu síðu við slík úrhrök internetsins.
Allavega, hér eru niðurstöðurnar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.