Mestu bókajól á minni mjög löngu ævi áttu sér stað í gær þegar ég fékk hvorki meira né minna en þrjár bækur í jólagjöf. Bókunum er líka skipt vel upp í gamanbók, ævisögubók og skáldsöguspennubók.
Ennfremur fékk ég geisladisk, ilmvatn og ég veit ekki hvað og hvað.
Við megum samt ekki gleyma boðskapi jólanna en hann er að einhver goðsagnakennd persóna sem við höfum enga almennilega sönnun um að hafi nokkurntíman verið til, utan skáldsöguna Biblíuna, átti að hafa fæðst á þessum degi fyrir rúmlega 2000 árum síðan og ku hann hafa frelsað allt mannkynið einhvernveginn með ofurhæfileikum sínum og hlédrægni.
Eða bara að gera sér dagamun með því að gefa gjafir og skemmta sér í aukafríi. Bara það sem hentar ykkur betur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.