sunnudagur, 12. desember 2004

Ég hef nú verið í Fellabæ í rúmlega tvo sólarhringa og hef þurft talsverðan aðlögunartíma enda um allt annað þjóðfélag að ræða. Hér eru nokkur atriði sem ég virðist ekki getað vanist, amk ekki á svona skömmum tíma:

* Á vatnskrönum er kalda vatnið þar sem heita vatnið er á vistinni þar sem ég bý í Reykjavík og öfugt. Getur verið leiðinlegt að súpa á sjóðandi heitu vatni þegar tannburstun á sér stað og þvo sér með ísköldu vatni.

* Í veðurfréttum horfi ég alltaf á Reykjavík þegar talað er um spá dagsins. Einhvern daginn mun ég vonandi líta á Egilsstaði, án þess að þurfa að hugsa áður.

* Það rignir ekkert hérna. Í Reykjavík rignir amk þrisvar á dag.

* Hér er ekkert stress. Í Reykjavík er ekkert nema stress.

* Hér má ekki hlaupa um nakinn án þess að það fréttist út um allt. Í Reykjavík var öllum sama.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.