Nýlega uppgötvaðist galli á mér. Handarbökin á mér þorna við mikinn kulda og í morgun fékk ég skemmtileg kláðakast í þetta. Þessi galli bætist þá í mjög skrautlegt safn galla þar sem má m.a. finna:
* Ofsastress
* Tourettes syndrome í körfubolta
* Svefnsýki
* Leti við að klippa á mér táneglurnar
* Neglunag
* Vera of góður við mig þegar ég skrifa lista yfir gallana mína
* Háður mat
* Háður því að skrifa bloggfærslur
Hafið þó engar áhyggjur af húðþurrkinum, ég fékk mér Mildison Lipid 1% Kräm í lyfju og þarmeð hefst stríðið gegn göllum mínum. Ég mun þó ekki ráðast í aðra líkamlega galla þar sem þeir eru óyfirstíganlegir heldur meira huga að þeim andlegu.
Ef ég er að gleyma einhverju, endilega bætið þeim við í ummælin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.