Ég vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til Ingunnar fyrir smákökurnar sem hún vonandi lagði ekki blóð svita og tár í, og gaf mér fyrir brottför mína til Egilsstaða í gær. Þær brögðuðust mjög vel. Mæli með þeim og einnig síðunni hennar Ingunnar.
Og með þessum orðum hefst leikurinn "smákökur fyrir hlekk" á Veftímaritinu. Hann felur í sér að fólk sendir inn bragðgóðar smákökur og fær í staðinn hlekk á þessari síðu. Heimilisfangið er:
Veftímaritið; við rætur hugans
bt. ritstjórn
Brekkubrún 3b
700 Egilsstaðir
Iceland
ATH. bannað er að eitra kökurnar. Ritstjórinn er með heilan her af smökkurum svo þið náið honum aldrei.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.