Eins og allir landsmenn vita sameinaðist Fellabær Egilsstöðum í síðustu kosningum og því öll fjármál undir einum hatti héreftir. Í fyrstu vissi ég ekkert hvernig átti að bregðast við, enda er ég eflaust versti afturhaldskommatittur, en svo rann upp fyrir mér ljós. Eftirfarandi ferli mun eflaust fara af stað:
1. Strætókerfi einhverskonar sett upp á milli Fellabæjar og Egilsstaða.
2. Allt alltof gamla fólkið getur lagt bílunum sínum og keypt strætókort.
3. Umferðin verður öruggari.
Ef þið kaupið ekki að umferðin verði öruggari með eldra fólkið í strætó þá er ég hér með dæmisögu:
Bifreið fyrir framan mig nam skyndilega staðar í miðri brekku (blindhæð) á einbreiðum vegi án þess að gefa stefnuljós. Áður hafði hann verið að ferðast á um 20 km hraða á 70 km hraða svæði. Ég rétt náði að sveigja framhjá og sem betur fer var enginn að koma á móti. Ég hélt mína leið í Olís þar sem inn kom háaldraður maður, benti á brauðhleif og spurði afgreiðslumann hvort þetta væri brauð. Þegar ég svo fór út tók ég eftir því að þessi gamli maður hafði lagt akkúrat á miðju olísplani, fyrir aftan minn bíl og þvert fyrir bensíndæluna.
Annars virði ég eldra fólk. Bara ekki í umferðinni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.