laugardagur, 25. desember 2004

Áður en ég fór austur í jólafrí skrapp ég í kveðjubíó með Óla Rú og frú. Í bíóhúsum bæjarins voru aðeins myndir sem við höfðum séð og því varð hin fyrirfram dauðadæmda mynd Bridget Jones: the edge of reason fyrir valinu.

Þessi mynd er framhald af Bridget Jones's Diary, fyrir þá sem hafa alið manninn í helli síðustu ár og skartar nákvæmlega sömu leikurum. Renée Zellweger bætir á sig nokkrum tugum kílóa fyrir þetta hlutverk og lítur bara þónokkuð illa út, jafnvel verr en venjulega. Söguþráðurinn er bjánalegur, barnalegur, ofsakátur, óþolandi og talsvert óraunhæfur. Ennfremur er hann ófyndinn, miðaldra, hannaður fyrir kvenfólk og leiðinlegur.

Fleira þarf ekki að segja um þessa mynd. Ein stjarna af fjórum fyrir einstaka brandara sem ég gátu fengið mig til að fresta sjálfsíkveikju um einhverjar mínútur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.