fimmtudagur, 2. desember 2004



Býsna hommaleg Hilary Swank


Síðast þegar ég hafði tíma til að leigja mér spólu varð "Boys don't cry", eða "Allt vitlaust á kaffihúsinu" eins og hún nefnist á íslensku, fyrir valinu. Það var fyrir liðlega átta vikum síðan. Myndin skartar Hilary Swank í hlutverki stúlku sem líkist býsna hommalegum ungum pilti sem vill kyssa stelpur á munninn og Chloë Sevigny sem stelpu sem kyssir, að hún heldur, stráka á munninn. Þar sem hún lifir í landi hinna frjálsu þá gengur það auðvitað ekki og hún er tekin í karphúsið ítrekað af fólki sem vill ekkert með frjálst kynferðislegt val hafa.

Myndin hefur upp á allt að bjóða fyrir gagnkynhneigða karlmenn; lesbíusenur, brjóst og ofbeldi en allt kemur fyrir ekki; hún er of sorgleg til að njóta þess. Vel leikin mynd með alltof fáar tæknibrellur.

Tvær stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.