Skemmtilegt atvik gerðist í kvöld. Ég sat hérna við skrifborðið og borðaði Herrenkuchen með mjólk og horfði á eitthvað í tölvunni þegar mjólkin kláraðist. Ég var ekkert að kippa mér upp við það enda um daglegt brauð að ræða. Ca hálftíma síðar ætlaði ég að ganga frá og setja restina af herrenkucheninni í ísskápinn þegar ég tek eftir því að ég hafði bara borðað helminginni af síðustu sneiðinni, ekki vitandi að ég ætti hana eftir þegar ég kláraði mjólkina. Ég hló mikið, tók svo kökuna og fleigði henni í ruslið, enda ekkert annað að gera í mjólkurlausri stöðunni.
Með þessari sögu hefjast gúrkudagar á veftímaritinu þar sem allt sem gerist verður skráð niður. Þessi ákvörðun stjórnar veftímaritsins var tekin í ljósi þess að ekkert hefur gerst hjá undirrituðum frá því að skólinn kláraðist fyrir rúmum tveimur dögum síðan og ekki búist við því að neitt gerist í nánustu framtíð. Njótið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.