Þá er ég endanlega kominn til Vodafone. Fyrir venjulega fólkið hefði það gerst fyrir rúmum tveimur mánuðum, rétt eftir að boðið um að skipta um símafélag var þegið en ekki fyrir mig. Hér er sagan:
* Um miðjan október er mér boðið að skipta um símafélag sem ég þigg með þökkum.
* Tveimur vikum síðar berst mér símtal frá kappa sem ætlar að sendast til mín með kortið sem ég þarf í símann svo ég færist yfir til Vodafone. Ég er alltaf í skólanum á kvöldin þannig að hann frestar því alltaf um eitt kvöld að koma.
* Þegar ég svo loks er heima hættir hann að hringja. Gerist um 7.-8. nóvember.
* Ég gefst upp um 1. desember og ætla að ná í kortið í Kringluna en þá finnst það ekki. Nýtt kort skal búið til þegar þetta rennur út, er mér tjáð.
* Lendi fyrir austan, enn hjá símanum, 10. desember.
* 13. desember er mér tilkynnt að númerið mitt sé hérmeð skráð hjá vodafone og allt samband dettur út, enda ég með símakortið enn í símanum. Vodafone lofar að senda kortið um hæl.
* Í dag, 16. desember berst kortið. Umslagið er stimplað 15. desember. Kortið virkar þó ekki því þau sendu týnda kortið sem einmitt rann út í dag. Það var þó lagað undir kvöld og voilá! Ég er kominn yfir til vodafone. Einfalt og þægilegt ferli.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þarna er um að ræða minn klaufaskap auk minnar óheppni. Ég kann starfsfólki vodafone mínar bestu þakkir fyrir að þola mig í þennan tíma. Ennfremur vona ég að enginn móðgast við það hver leikur hann eða hana í hollywoodmyndinni sem verið er að vinna í að gera þessa dagana, um þetta mál einmitt.
Allavega, ég hef glatað öllum númerum úr símanum. Mér þætti vænt um ef fólk gæti sent mér sms í gegnum vodafone síðuna, í númer 867 0533 og tilkynnt mér nafn og númer. Kærar þakkir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.