Ég er búinn að undirbúa mig býsna vel fyrir jólafríið sem verður vinnulaust, í fyrsta sinn um ævina og mun endast í meira en mánuð enda á ég skilið að fá mér risa pásu eftir geðsýkina í skólanum þessa önnina. Eftirfarandi efni hef ég safnað að mér (keypt að sjálfsögðu!) fyrir jólafríið:
Civilization III
Civilization III - Conquests aukapakki
Civilization III - Play the world aukapakki
Jumpshot basketball v. 4.43 - körfuboltaþjálfunarleikur
Níu bíómyndir ýmiskonar
Seríu af þremur þáttum
Tólf kíló af núðlum (búinn að biðja bónus á egilsstöðum um að taka þau frá)
Verkjatöflur fyrir legusár
Inneignarnótu á endurhæfingarstöð eftir jólafríið
Ég veit reyndar að ég á eftir að endast í ca einn dag áður en það kviknar í mér úr samviskubiti. En ég ætla samt að reyna þetta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.