Í vetur var inniskóm mínum stolið á stúdentagörðunum en þá hafði ég átt í tvo mánuði og voru þeir einstaklega þægilegir, þrátt fyrir afalegt útlit. Stuttu seinna lánaði ég vín mitt gegn loforði um greiðslu, sem svo aldrei barst.
Nú í kvöld bárust mér svo þær fréttir að hillan mín í ísskápnum hefur verið yfirtekin af nágrannahillu.
Ég auglýsi því hér með eftir nokkrum vel þéttum náungum, nú eða nokkrum ákveðnum lögfræðingum, til að fylgja mér inn á garðana í byrjun janúar, þegar ég sný þangað aftur, svo hægt sé að innheimta skuldir, hillu og inniskó hjá nokkrum óprúttnum skrattakollum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.