sunnudagur, 12. desember 2004

Þá hafa 43 tekið þátt í könnuninni um háralitun. Hér eru helstu niðurstöður:

* 20 kvenmenn tóku þátt og 20 karlmenn. 3 hárlausir tóku einnig þátt en þeirra kyn er óákveðið.
* 15 af 20 konum eru með litað hár eða um 75%.
* 3 af 20 körlum eru með litað hár eða um 15%.
* 3 af 43 eru ekki með hár eða um 7%.

Þar hafiði það. Konur lita hárið á sér mun minna mæli en ég (og samfélagið) bjóst við og karlmenn í mun meira mæli. Mjög marktækar niðurstöður sem munu sennilega birtast í vísinda/tískutímaritum nálægt þér næstu daga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.