föstudagur, 10. desember 2004

Þá er ég kominn austur á land, þar sem snjórinn flæðir sem vín.

Flugið var merkilegt fyrir þær sakir að flugvélin skalf allan tímann. Það var reyndar í lagi því ég skalf af hræðslu á sama tíma sem gerði það af verkum að allt var kyrrt í mínum augum.

Það sem gerði flugferðina hinsvegar leiðinlegri en ella var barn í sætinu fyrir framan mig sem grét í hvert skipti sem flugvélin fór að skjálfa, eða ca alla leiðina. Ég ákvað að bregða á það ráð að senda hugskeyti til barnsins þess efnis að ég myndi henda því út um gluggan ef það færi ekki að þagna, um leið og ég horfði í augu þess og það var sem við manninn mælt, barnið grjóthélt kjafti. Það hélt þó áfram að orga þegar það fattaði að rúðurnar eru óbrjótandi í helvítis vélinni, mér til ólukku.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.