Í gærkvöldi tókst mér eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Ég var að spjalla við Soffíu og sofnaði í miðri setningu, sem eitt og sér er stórmerkilegt. Ég gerði þó meira. Ég hélt áfram með setninguna þrátt fyrir að vera sofandi. Setningin var því að hálfu sögð vakandi og að hálfu í svefni. Ég vaknaði fljótlega á eftir og áttaði mig á mistökunum, enda ætlaði Soffía aldrei að hætta að hlæja. Setning átti að vera eftirfarandi:
"Og hún var bara úti á meðan inni var fullt af fólki að skemmta sér konunglega enda félagsmiðstöð."
En hún varð:
"Og hún var bara úti á meðan inni var.....skákpartý sem er alveg ótrúlegt..."
laugardagur, 31. desember 2005
föstudagur, 30. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Tvífarar dagsins er ekki hægt að sýna með myndum. Ég verð að lýsa þeim með orðum.
Annars vegar er um að ræða NFS, fréttastöð íslendinga sem nýlega fór í loftið. Á stöðinni er allt eins og á CNN; fréttamennirnir stífir af fínleika, fólkið sýnt vinna á bakvið, fréttastöðin kynnt fyrir fréttatíma af dimmrödduðum manni og allar fréttir sagðar eins og þær séu mjög mikilvægar. Eins og allt sé nýjasta nýtt. Það vantar þó eitthvað.
Tvífari þessarar virðulegu fréttastöðvar er ég á grímuballi þegar ég var 10 ára að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég lifði mig inn í hlutverkið og skemmti mér vel en það sáu allir að ég var ekkert þessi náungi í alvöru. Bara að þykjast.
Núna fæ ég sama aulahroll við að horfa á alla fréttatíma stöðvar 2(NFS) og ég fæ þegar ég sá brot úr Fólk með Sirrý. Fyndilegt og um leið grátlegt.
Annars vegar er um að ræða NFS, fréttastöð íslendinga sem nýlega fór í loftið. Á stöðinni er allt eins og á CNN; fréttamennirnir stífir af fínleika, fólkið sýnt vinna á bakvið, fréttastöðin kynnt fyrir fréttatíma af dimmrödduðum manni og allar fréttir sagðar eins og þær séu mjög mikilvægar. Eins og allt sé nýjasta nýtt. Það vantar þó eitthvað.
Tvífari þessarar virðulegu fréttastöðvar er ég á grímuballi þegar ég var 10 ára að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég lifði mig inn í hlutverkið og skemmti mér vel en það sáu allir að ég var ekkert þessi náungi í alvöru. Bara að þykjast.
Núna fæ ég sama aulahroll við að horfa á alla fréttatíma stöðvar 2(NFS) og ég fæ þegar ég sá brot úr Fólk með Sirrý. Fyndilegt og um leið grátlegt.
fimmtudagur, 29. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í mikilli blogghugmyndalægð ákvað ég að skreppa til tannlæknis í morgun. Hugmyndin var að fá urmul af blogghugmyndum og varð ég ekki fyrir vonbrigðum.
Ég fékk hjá tannlækninum aðstoð sem kostaði eftirfarandi:
Reglubundið eftirlit: 29.485 kr./klst.
Röntgenmyndataka: 29.760 kr./klst.
Hreinsun tannsteins: 74.400 kr./klst.
Sem betur fer var ég ekki heila klukkustund hjá tannlækninum heldur aðeins fimm mínútur að láta taka rötgenmynd, og tvær mínútur að láta hreinsa tannsteininn, alls sjö mínútur. Alls greiddi ég kr. 8.400 fyrir að fá það staðfest að ég er með óskemmdar tennur.
Ég fékk hjá tannlækninum aðstoð sem kostaði eftirfarandi:
Reglubundið eftirlit: 29.485 kr./klst.
Röntgenmyndataka: 29.760 kr./klst.
Hreinsun tannsteins: 74.400 kr./klst.
Sem betur fer var ég ekki heila klukkustund hjá tannlækninum heldur aðeins fimm mínútur að láta taka rötgenmynd, og tvær mínútur að láta hreinsa tannsteininn, alls sjö mínútur. Alls greiddi ég kr. 8.400 fyrir að fá það staðfest að ég er með óskemmdar tennur.
miðvikudagur, 28. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég á við eitt smávægilegt vandamál að stríða. Ég ýki allt sem ég segi svolítið.
Reyndar ýki ég allt frekar mikið sem gerir þetta að mjög stóru vandamáli. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja þetta eitt mesta vandamál sem ég hef þurft að kljást við.
En ekki taka mig trúanlegan. Ég ýki allt svo stórkostlega að annað eins hefur aldrei sést í allri sögu mannkyns.
Reyndar ýki ég allt frekar mikið sem gerir þetta að mjög stóru vandamáli. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja þetta eitt mesta vandamál sem ég hef þurft að kljást við.
En ekki taka mig trúanlegan. Ég ýki allt svo stórkostlega að annað eins hefur aldrei sést í allri sögu mannkyns.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fjörfiskurinn, sem angraði mig í 10 vikur í vetur í vinstri augabrúninni, hefur fært sig um set í neðarlega magavöðvana. Fjörfiskur er víst streituviðbrögð líkamans þannig að ég dreg þá ályktun að í vetur hafi ég verið stressaður í öðru auganu við allt námið. Núna hinsvegar er ég stressaður í magavöðvunum við allt átið yfir hátíðirnar.
Vel á minnst; ég fór til pabba á jóladag og gisti eina nótt. Þar skemmtum við Björgvin bróðir okkur konunglega og borðuðum stanslaust frá því við komum þangað til við fórum. Niðurstaða; ég léttist um 1 kíló. Frábær þessi líkami.
Vel á minnst; ég fór til pabba á jóladag og gisti eina nótt. Þar skemmtum við Björgvin bróðir okkur konunglega og borðuðum stanslaust frá því við komum þangað til við fórum. Niðurstaða; ég léttist um 1 kíló. Frábær þessi líkami.
þriðjudagur, 27. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Jólin að baki og tími fyrir upptalningu yfir það sem gerðist á árinu. Ég byrja á tveimur listum:
Listi yfir fimm minnisstæðustu atburði ársins
5. Mín fyrsta keyrsla í Reykjavík á bílnum mínum.
4. Jólamatarboð Pabba 25. desember síðastliðinn.
3. White Stripes tónleikarnir í nóvember.
2. Hringferð um landið í sumar með Soffíu og Sigrúni Önnu.
1. Upphaf sambands með duglegustu stelpu landsins, af hverri ég hef verið hrifinn síðan á öðru ári í menntaskóla 1995.
Listi yfir fimm óminnisstæðustu atburði ársins
5. Sturtuferð eftir körfubolta í nóvember.
4. Hélt ég væri með hausverk í ágúst en þá var derhúfan bara of þröng.
3. Las fréttablaðið í október.
2. Dreymdi eitthvað um miðjan júní. Man ekki hvað það var.
1. Allir atburðir á tímabilinu 1. janúar - 1. júní ca.
Listi yfir fimm minnisstæðustu atburði ársins
5. Mín fyrsta keyrsla í Reykjavík á bílnum mínum.
4. Jólamatarboð Pabba 25. desember síðastliðinn.
3. White Stripes tónleikarnir í nóvember.
2. Hringferð um landið í sumar með Soffíu og Sigrúni Önnu.
1. Upphaf sambands með duglegustu stelpu landsins, af hverri ég hef verið hrifinn síðan á öðru ári í menntaskóla 1995.
Listi yfir fimm óminnisstæðustu atburði ársins
5. Sturtuferð eftir körfubolta í nóvember.
4. Hélt ég væri með hausverk í ágúst en þá var derhúfan bara of þröng.
3. Las fréttablaðið í október.
2. Dreymdi eitthvað um miðjan júní. Man ekki hvað það var.
1. Allir atburðir á tímabilinu 1. janúar - 1. júní ca.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er veik tilraun til að framlengja lífi bíls míns sem ber opinberlega nafnið Mitzubichi Lancer (árgerð 1987) en óopinberlega Hnoðri.
Bíllinn er keyrður yfir 250.000 km en samt gengur hann endalaust. Ég er viss um að hann bili núna úr því að ég hef ritað þetta.
Með því að segjast búast við því að hann bili ætti hann ekki að bila, því annars hef ég rétt fyrir mér sem gerist alltof sjaldan til að þessi kenning falli.
Það er ekki laust við að ég sé kominn með blóðnasir af ofhugsun.
Bíllinn er keyrður yfir 250.000 km en samt gengur hann endalaust. Ég er viss um að hann bili núna úr því að ég hef ritað þetta.
Með því að segjast búast við því að hann bili ætti hann ekki að bila, því annars hef ég rétt fyrir mér sem gerist alltof sjaldan til að þessi kenning falli.
Það er ekki laust við að ég sé kominn með blóðnasir af ofhugsun.
sunnudagur, 25. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef uppgötvað nýjan keppinaut Arthúrs. Hér er hann. Þessi strípa er sérstaklega fyndin þar sem þarna er gert grín að heimilislæknum og þeirra ráð til allra. Svona í anda jólanna.
föstudagur, 23. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er handahófskennd tölfræði dagsins:
* Ég hef sent 33 sms úr símanum mínum frá 8. desember sem gera 2,2 sms á dag. Þetta er óvenju mikið miðað við mig frá upphafi en óvenju lítið miðað við mig ef litið er til sms smíða minna síðustu fimm mánuði ca.
Hrútleiðinleg tölfræði en tölfræði dagsins engu að síður. Hugsið bara um börnin í Afríku sem hafa enga tölfræði dagsins og verið þakklát!
* Ég hef sent 33 sms úr símanum mínum frá 8. desember sem gera 2,2 sms á dag. Þetta er óvenju mikið miðað við mig frá upphafi en óvenju lítið miðað við mig ef litið er til sms smíða minna síðustu fimm mánuði ca.
Hrútleiðinleg tölfræði en tölfræði dagsins engu að síður. Hugsið bara um börnin í Afríku sem hafa enga tölfræði dagsins og verið þakklát!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í hádeginu komst ég að því að jólin eru að hefjast á morgun. Hér er listi yfir það sem ég á eftir að gera:
* Skrifa jólakort.
* Dreifa jólakortum (auðvitað).
* Kaupa jólagjafir fyrir ca alla.
* Pakka inn jólagjöfum (auðvitað).
* Raka mig.
* Fara í klippingu.
* Eiga fín föt.
* Horfa á jóladagatalið.
* Fylgjast betur með hvað tímanum líður.
* Stressa mig á því að vera ekki búinn að neinu jólatengdu.
Þessi listi sannar það í eitt skipti fyrir öll að ég er íslendingur en þeir gera alltaf allt alltof seint, að því er virðist.
* Skrifa jólakort.
* Dreifa jólakortum (auðvitað).
* Kaupa jólagjafir fyrir ca alla.
* Pakka inn jólagjöfum (auðvitað).
* Raka mig.
* Fara í klippingu.
* Eiga fín föt.
* Horfa á jóladagatalið.
* Fylgjast betur með hvað tímanum líður.
* Stressa mig á því að vera ekki búinn að neinu jólatengdu.
Þessi listi sannar það í eitt skipti fyrir öll að ég er íslendingur en þeir gera alltaf allt alltof seint, að því er virðist.
fimmtudagur, 22. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef samið mína fyrstu Hæku. Hæka er yfir 700 ára Kínverskt ljóðform. Reglur þeirrar ljóðategundar eru eftirfarandi:
* Þrjár línur.
* Þarf ekki að ríma.
* Fyrsta og þriðja línan eiga að vera 5 atkvæði.
* Önnur línan á að vera 7 atkvæði.
Hér er mitt ljóð:
hæka er of stutt
næ aldrei að klára það
alltof fá orð sem
Nú stoppar mig ekkert. Amk ekki frá því að fá mér trefil, skrítinn hatt og örlítil gleraugu ásamt því að skrá mig sem listamann í símaskránna, ef ég væri með símanúmer skráð.
* Þrjár línur.
* Þarf ekki að ríma.
* Fyrsta og þriðja línan eiga að vera 5 atkvæði.
* Önnur línan á að vera 7 atkvæði.
Hér er mitt ljóð:
hæka er of stutt
næ aldrei að klára það
alltof fá orð sem
Nú stoppar mig ekkert. Amk ekki frá því að fá mér trefil, skrítinn hatt og örlítil gleraugu ásamt því að skrá mig sem listamann í símaskránna, ef ég væri með símanúmer skráð.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi frétt útskýrir af hverju mér finnst vera óvenju þröngt allsstaðar sem ég fer í ár. Það er þá ekki ég sem hef fitnað um 2,1%.
Og í skylt efni; það er ekki hægt að gera fyndnari síðu en Baggalútssíðuna, að mínu mati. Hér eru dæmi um fyndnar myndir sem faldar eru djúpt í síðunni. Mynd 1, mynd 2 og mynd 3.
Og í skylt efni; það er ekki hægt að gera fyndnari síðu en Baggalútssíðuna, að mínu mati. Hér eru dæmi um fyndnar myndir sem faldar eru djúpt í síðunni. Mynd 1, mynd 2 og mynd 3.
miðvikudagur, 21. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef löngum velt fyrir mér á hvaða tímapunkti það sé sem fólk ákveði að...
...byrja að reykja eftir að það kemst til vits og ára.
...koma fram nakið eða fáklætt opinberlega.
...flytja til Íslands.
...naga á sér neglurnar.
...safna yfirvaraskeggi.
Ég giska á að allar þessar ákvarðanir og eflaust fleiri, séu teknar þegar eitthvað brestur í heilanum og stundargeðbilun á sér stað.
...byrja að reykja eftir að það kemst til vits og ára.
...koma fram nakið eða fáklætt opinberlega.
...flytja til Íslands.
...naga á sér neglurnar.
...safna yfirvaraskeggi.
Ég giska á að allar þessar ákvarðanir og eflaust fleiri, séu teknar þegar eitthvað brestur í heilanum og stundargeðbilun á sér stað.
þriðjudagur, 20. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er að upplifa eitthvað alveg nýtt þessa dagana, vikurnar og jafnvel mánuðina. Það er allt að ganga fullkomlega upp hjá mér og ég finn til hamingju, sem ég hélt að aðeins væri til í ævintýrum. Hér eru nokkur atriði sem stuðla að þessari vellíðan.
* Einkunnirnar voru nægjanlega háar svo ég geti vonast til að komast á forsetalista HR (einkunnahæstu nemendur HR fá endurgreidd skólagjöld).
* Ég fékk vinnu á skattstofunni í jólafríinu sem þýðir lækkun skulda og nóg að gera í fríinu.
* Teiknimyndasagan Arthúr er að vekja athygli. Hún mun birtast í Málinu, tímariti Morgunblaðsins næsta fimmtudag.
* Ég á bestu, skemmtilegustu, fyndnustu og fallegustu kærustu í heimi.
* Bifreið mín flytur mig á ofurhraða á milli staða (óvart), þrátt fyrir að verða 19 ára gömul í janúar.
* Hárið á mér hefur aldrei glansað jafn vel, eftir að ég byrjaði að nota El-vital hárnæringuna (auglýsing).
Ef marka má karmað þá mun að lokum nást jafnvægi. Það mun því eitthvað skelfilegt gerast næstu daga eða vikur, eins og að ég verði gráhærður eða meira hrokafullur. Verið viðbúin.
* Einkunnirnar voru nægjanlega háar svo ég geti vonast til að komast á forsetalista HR (einkunnahæstu nemendur HR fá endurgreidd skólagjöld).
* Ég fékk vinnu á skattstofunni í jólafríinu sem þýðir lækkun skulda og nóg að gera í fríinu.
* Teiknimyndasagan Arthúr er að vekja athygli. Hún mun birtast í Málinu, tímariti Morgunblaðsins næsta fimmtudag.
* Ég á bestu, skemmtilegustu, fyndnustu og fallegustu kærustu í heimi.
* Bifreið mín flytur mig á ofurhraða á milli staða (óvart), þrátt fyrir að verða 19 ára gömul í janúar.
* Hárið á mér hefur aldrei glansað jafn vel, eftir að ég byrjaði að nota El-vital hárnæringuna (auglýsing).
Ef marka má karmað þá mun að lokum nást jafnvægi. Það mun því eitthvað skelfilegt gerast næstu daga eða vikur, eins og að ég verði gráhærður eða meira hrokafullur. Verið viðbúin.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá eru einkunnir komnar í hús. Áður en ég nefni þær vil ég taka það fram að ég er ekki mikill lærdómshestur. Reyndar vil ég ganga svo langt að segja mig bölvað fífl. Það ætti að gera einkunnirnar merkilegri.
Viðskiptalögfræði 8 (7. hæstur af 77)
Stjórnun starfsframa 8 (21. hæstur af 37)
Hagnýt Tölfræði II 9 (Hæstur af 18)
Framleiðslustjórnun 9 (3. hæstur af 97)
Rafræn viðskipti og stjórnsýsla 10 (Hæstur af 20)
Meðaleinkunn 8,8 sem er sú hæsta hingað til hjá mér. Eitthvað eða einhver er að hafa góð áhrif á mig.
Viðskiptalögfræði 8 (7. hæstur af 77)
Stjórnun starfsframa 8 (21. hæstur af 37)
Hagnýt Tölfræði II 9 (Hæstur af 18)
Framleiðslustjórnun 9 (3. hæstur af 97)
Rafræn viðskipti og stjórnsýsla 10 (Hæstur af 20)
Meðaleinkunn 8,8 sem er sú hæsta hingað til hjá mér. Eitthvað eða einhver er að hafa góð áhrif á mig.
mánudagur, 19. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Verandi kominn austur finnst mér rétt að fagna því með lista. Hér er listi yfir það sem ég sakna frá Reykjavíkinni.
Ég sakna...
* ...mengunarinnar og mannmergðarinnar sem getur gert mann geðveikan.
* ...lærdómsins, sem spannaði ca 95% af öllum dögum.
* ...dónalega fólksins.
* ...rauðu umferðarljósanna sem tefja allar ferðir um helming.
* ...stúdentagarðanna þar sem eru ca 80% útlendingar og ég þekki engann.
* ...að sakna austurlandsins.
Ég sakna...
* ...mengunarinnar og mannmergðarinnar sem getur gert mann geðveikan.
* ...lærdómsins, sem spannaði ca 95% af öllum dögum.
* ...dónalega fólksins.
* ...rauðu umferðarljósanna sem tefja allar ferðir um helming.
* ...stúdentagarðanna þar sem eru ca 80% útlendingar og ég þekki engann.
* ...að sakna austurlandsins.
sunnudagur, 18. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það síðasta sem ég hugsaði í morgun áður en ég steig ofan á gleraugun mín, sem ég var svo gáfaður að geyma á gólfinu á meðan ég svaf var "mundu svo Finnur; gleraugun þín eru á gólfinu! Passaðu að stíga ekki ofan á þau!"
Það er ótrúlegt að ég get gengið fyrir heimsku.
Það er ótrúlegt að ég get gengið fyrir heimsku.
laugardagur, 17. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag hélt ég áfram á glæpabrautinni en allt frá því að ég var tekinn af lögreglunni um daginn á ólöglegum hraða hef ég ekki látið af stjórn. Hér er glæpaferillinn minn í máli og engum myndum:
14.12.05: Tekinn á 115 km hraða á Lancer '87.
17.12.05: Fór yfir á rauðu ljósi. Óviljaverk, að sögn.
Hvað gerist næst veit enginn. Kannski kýli ég mann. Kannski ræni ég banka. Kannski bæði í einu. Enginn veit.
14.12.05: Tekinn á 115 km hraða á Lancer '87.
17.12.05: Fór yfir á rauðu ljósi. Óviljaverk, að sögn.
Hvað gerist næst veit enginn. Kannski kýli ég mann. Kannski ræni ég banka. Kannski bæði í einu. Enginn veit.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eitt helsta merki og sönnun þess að gróðurhúsaáhrif hrjái þá drullukúlu sem við búum á og kallast jörð, er að það tókst að aka Mitzubichi Lancer árgerð 1987 þvert yfir eitt harneskjulegasta land heims, rúmlega 650 km, á dimmasta og kaldasta tíma ársins, í dag 17. desember 2005. Ekki nóg með það heldur var einn versti bílstjóri alheimsins við stjórnvölinn.
Allavega, ég er mættur og fagna gróðurhúsaáhrifunum með því að klára úr einum úðabrúsa yfir einhvern jeppann, en þeir eru algengari en fólk á austurlandi um þessar mundir.
Allavega, ég er mættur og fagna gróðurhúsaáhrifunum með því að klára úr einum úðabrúsa yfir einhvern jeppann, en þeir eru algengari en fólk á austurlandi um þessar mundir.
föstudagur, 16. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hérmeð tilkynnist að undirritaður stefnir á brottför frá Reykjavík á morgun, laugardaginn 17. desember 2005 klukkan 10:00 að staðartíma.
Áætluð koma til austurlandsins er klukkan 21:00 laugardaginn 17. desember 2005.
Allar líkur eru á því að þegar þið lesið þetta verði ég staddur í ofurbifreið minni (sem komst upp í 115 km hraða um daginn (sem var rangt)) að bölva umferðinni, veðrinu og/eða miðaldra tussum á jeppum.
Áætluð koma til austurlandsins er klukkan 21:00 laugardaginn 17. desember 2005.
Allar líkur eru á því að þegar þið lesið þetta verði ég staddur í ofurbifreið minni (sem komst upp í 115 km hraða um daginn (sem var rangt)) að bölva umferðinni, veðrinu og/eða miðaldra tussum á jeppum.
fimmtudagur, 15. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er ábending til Reykvíkinga sem ekki eru vanir að keyra á milli þéttbýla en gera það samt:
* Þegar þið akið á eftir bílum í myrkri, takið háu ljósin af þar sem þau blinda þennan fyrir framan ykkur.
Þetta er ekki flókið, helvítis fíflin ykkar. En ég fyrirgef ykkur, þar sem ég er svo skapgóður.
* Þegar þið akið á eftir bílum í myrkri, takið háu ljósin af þar sem þau blinda þennan fyrir framan ykkur.
Þetta er ekki flókið, helvítis fíflin ykkar. En ég fyrirgef ykkur, þar sem ég er svo skapgóður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Við búum í fasistaríki hef ég lært. Maður má ekki lengur keyra á 115 km hraða á Hellisheiðinni án þess að vera stöðvaður af lögreglunni. Það má ekki heldur lengur berjast á tá og fingri og kalla þessa sömu lögreglumenn fasista og auðvaldssinna án þess að fá sekt og viðvörun.
Þetta er það sem ég hef lært á þessari reynslu gærkvöldsins. Ekki að keyra eins og maður.
Þetta er það sem ég hef lært á þessari reynslu gærkvöldsins. Ekki að keyra eins og maður.
miðvikudagur, 14. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að fatta að ég hef verið að læra Línulega Aðhvarfsgreiningu í Tölfræði II áfanganum í vetur og ég skil hana fullkomlega. Ég hefði aldrei skilið hana ef ég hefði vitað að hún bæri þetta heiti.
Ennfremur er ég orðinn rosalega loðinn á handleggjunum er ég að sjá. En það er allt önnur saga sem endar verr.
Ennfremur er ég orðinn rosalega loðinn á handleggjunum er ég að sjá. En það er allt önnur saga sem endar verr.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að komast að því að september er búinn. Ekki nóg með það heldur er kominn desember og það sem meira er; það er kominn 14. desember! 10 dagar til jóla! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Uppfært: Ég var að komast að því að árið 2003 er búið! Ekki nóg með það heldur er komið árið 2005 og það sem meira er; það er kominn desember 2005! 17 dagar eftir af árinu! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, jafnvel hraðar.
Uppfært: Ég var að komast að því að árið 2003 er búið! Ekki nóg með það heldur er komið árið 2005 og það sem meira er; það er kominn desember 2005! 17 dagar eftir af árinu! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, jafnvel hraðar.
þriðjudagur, 13. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég held áfram að léttast. Í þetta skipti um ca 2 kg. Ég hef einnig lækkað í skónúmeri, úr 47 í 45 en númerið hefur stækkað síðustu mánuði einhverra hluta vegna.
Í eitthvað alveg ótengt; í gær klippti ég á mér táneglurnar í fyrsta sinn í nokkra mánuði. Það var átakanlegt.
Ótrúlegt hvernig svona hlutir geta gerst allir í einu án þess að tengjast á neinn hátt.
Í eitthvað alveg ótengt; í gær klippti ég á mér táneglurnar í fyrsta sinn í nokkra mánuði. Það var átakanlegt.
Ótrúlegt hvernig svona hlutir geta gerst allir í einu án þess að tengjast á neinn hátt.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Styrmir og Lourdes kona hans eignuðust nýlega sitt annað barn, glæsilegan pilt. Hér má sjá drenginn með bróður sínum, Kristjáni Frey. Mjög falleg börn!
Á GSM bloggið mitt setti ég þrjár nýjar myndir af þessu geðveikislega fallega barni. Smellið hér til að sjá þær.
mánudagur, 12. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég gaf mér það bessaleyfi að skreppa á Laugarvatn á laugardaginn og taka mér frí frá netinu, náminu og Reykvísku líferni. Þegar ég svo snéri aftur fyrr í dag beið mín eftirfarandi:
* 34 athugasemdir við bloggfærslur og þar sem ég svara öllum athugasemdum þá hef ég ærið verk framundan.
* 38 tölvupóstar. Reyndar voru þrír af þeim nytsamlegir. Sjö þeirra voru tilkynningar frá skólanum, 15 þeirra ábendingar um hlutabréfakaup og 13 tilboð á Viagra, sem er reyndar nytsamlegt.
* Meira óhreinatau en ég þorði að vona í mínum villtustu draumum.
* Helvítis BS-Ritgerðaráætlun sem ég þarf að skila inn á föstudaginn.
* Þessi myndasaga.
* Þessi myndasaga.
* 34 athugasemdir við bloggfærslur og þar sem ég svara öllum athugasemdum þá hef ég ærið verk framundan.
* 38 tölvupóstar. Reyndar voru þrír af þeim nytsamlegir. Sjö þeirra voru tilkynningar frá skólanum, 15 þeirra ábendingar um hlutabréfakaup og 13 tilboð á Viagra, sem er reyndar nytsamlegt.
* Meira óhreinatau en ég þorði að vona í mínum villtustu draumum.
* Helvítis BS-Ritgerðaráætlun sem ég þarf að skila inn á föstudaginn.
* Þessi myndasaga.
* Þessi myndasaga.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á föstudaginn síðastliðinn tók körfuknattleiksliðið sem ég spila með, Forsetinn, á móti Val(i) Old Boys í Smáranum. Leikurinn fór 43-30. Eins og áður segir eru leikirnir 2x16 mínútur að lengd og klukkan ekki stöðvuð þegar bolti er úr leik, sem útskýrir vonandi lágt stigaskor.
Hér er tölfræðin:
Nokkur atriði úr leiknum:
* Annan leikinn í röð voru leiðindi frá nokkrum úr okkar liði í garð eldri manna, sem voru bara að reyna að skemmta sér.
* Kjarri komst nálægt því að vera með þrennu; 14 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
* Ég ákvað að gera ekkert í þessum leik og stóð við það.
* Raggi keppti ekki að þessu sinni vegna jólahlaðborðs.
* Mínúturnar eru áætlaðar en nærri lagi í versta falli.
Hér er tölfræðin:
Nokkur atriði úr leiknum:
* Annan leikinn í röð voru leiðindi frá nokkrum úr okkar liði í garð eldri manna, sem voru bara að reyna að skemmta sér.
* Kjarri komst nálægt því að vera með þrennu; 14 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
* Ég ákvað að gera ekkert í þessum leik og stóð við það.
* Raggi keppti ekki að þessu sinni vegna jólahlaðborðs.
* Mínúturnar eru áætlaðar en nærri lagi í versta falli.
sunnudagur, 11. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi færsla er sú fyrsta sem ég skrifa...
...eftir síðasta prófið á árinu 2005.
...á aðra tölvu en mína eigin í vetur.
...frá Laugarvatni.
...þegar ég hef engar áhyggjur af neinu, fyrir utan peninga auðvitað og flækingnum sem ég keyrði yfir á leiðinni hingað.
...þegar það eru sex dagar þangað til ég keyri austur á land.
...síðan ég saug rassgat í sigurleik liðs míns í utandeildinni gegn Val(i). Meira um það á morgun.
...með varalit og stoltur af því.
Ég biðst velvirðingar á bloggleysi helgarinnar. Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa.
...eftir síðasta prófið á árinu 2005.
...á aðra tölvu en mína eigin í vetur.
...frá Laugarvatni.
...þegar ég hef engar áhyggjur af neinu, fyrir utan peninga auðvitað og flækingnum sem ég keyrði yfir á leiðinni hingað.
...þegar það eru sex dagar þangað til ég keyri austur á land.
...síðan ég saug rassgat í sigurleik liðs míns í utandeildinni gegn Val(i). Meira um það á morgun.
...með varalit og stoltur af því.
Ég biðst velvirðingar á bloggleysi helgarinnar. Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa.
föstudagur, 9. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hvernig er annað hægt en að elska Tölfræði þegar fyrsta glæran í Hagnýtri Tölfræði II áfanganum, sem ég tók á þessari önn, segir:
"Það er tvennt sem við viljum ekki vita hvernig búið er til; pylsur og hagrannsóknir."
Ég hló allavega upphátt þegar ég las þetta. (Það fylgir þó ekki sögunni að hláturinn var taugaveiklaður geðveikishlátur þar sem ég er að fá heilablóðfall af stressi fyrir þetta próf sem byrjar eftir klukkutíma.)
"Það er tvennt sem við viljum ekki vita hvernig búið er til; pylsur og hagrannsóknir."
Ég hló allavega upphátt þegar ég las þetta. (Það fylgir þó ekki sögunni að hláturinn var taugaveiklaður geðveikishlátur þar sem ég er að fá heilablóðfall af stressi fyrir þetta próf sem byrjar eftir klukkutíma.)
fimmtudagur, 8. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Prófatími þýðir að ég borða nánast ekkert vegna þess hversu stressaður ég er. Á sama tíma er ég að keppa í körfubolta og til að hitta boltanum ofan í körfuna verð ég að sleppa lyftingum með höndum (fínhreyfingar hverfa með górillulyftingum) fram að jólafríi. Til að þyngjast þarf ég að lyfta lóðum. Ofan á þetta kemur svo að ég verð að hreyfa mig annað slagið með körfuboltanum til að verða ekki snældugeðveikur. Þá gríp ég til þess að hlaupa talsvert mikið og brenni þarmeð þeim örfáu fituögnum sem sjást á mér.
Allt þetta veldur því að ég held áfram að léttast. Tvö kíló farin í þessari viku. Sem betur fer eru prófin ekki í nema 10 daga því ef þau stæðu yfir í 38 vikur myndi ég hverfa.
Allt þetta veldur því að ég held áfram að léttast. Tvö kíló farin í þessari viku. Sem betur fer eru prófin ekki í nema 10 daga því ef þau stæðu yfir í 38 vikur myndi ég hverfa.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um daginn sá ég nýjasta myndband Madonnu þar sem hún dansar löturhægt á háhæluðum skóm, í einhverri ballettmúnderingu. Lagið heitir "Hung Up" eða "skellti á" á Íslensku. Það eina sem ég hugsaði allan tímann var "Djöfull er hún nú samt miklu betri söngkona en Leoncie".
miðvikudagur, 7. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn eitt bloggæðið gengur yfir netheima þessa dagana og hljómar það svona:
Skrifaðu nafn þitt í athugasemdir og:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt
Ég nenni þessu þó ekki þannig að ég hef ákveðið að breyta þessum leik í þetta:
Skrifaðu nafn þitt í athugasemdir og:
1. Ég giska á hvaða skónúmer þú notar.
2. Ég læt nafnið þitt ríma við ávöxt.
3. Ég skamma þig fyrir að hafa skráð þig
4. Ég skrifa eitthvað slæmt um þig.
5. Ef þú skrifar nafnið þitt verðurðu að skrifa athugasemd við aðra færslu líka.
Látum leikinn hefjast!
Skrifaðu nafn þitt í athugasemdir og:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt
Ég nenni þessu þó ekki þannig að ég hef ákveðið að breyta þessum leik í þetta:
Skrifaðu nafn þitt í athugasemdir og:
1. Ég giska á hvaða skónúmer þú notar.
2. Ég læt nafnið þitt ríma við ávöxt.
3. Ég skamma þig fyrir að hafa skráð þig
4. Ég skrifa eitthvað slæmt um þig.
5. Ef þú skrifar nafnið þitt verðurðu að skrifa athugasemd við aðra færslu líka.
Látum leikinn hefjast!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi dagur byrjar ekki vel. Ekki vegna þess að ég svaf um þrjá tíma í nótt, af því ég er að fara í eitt erfiðasta próf skólagöngu minnar, af því ég drap þennan flæking í nótt eða af því ég læsti bílinn minn inni á bílastæði Kringlunnar í nótt. Ástæðan er að síðasta lagið sem ég heyrði áður en ég fór í skólann var "we're all grown up" með Svölu Björgvins og nú kem ég því ekki úr hausnum á mér.
Héðan í frá kenni ég þessu lagi um öll mín vandamál.
Héðan í frá kenni ég þessu lagi um öll mín vandamál.
þriðjudagur, 6. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég steingleymdi að láta lesendur vita af því að jólaprófin hjá mér eru hafin. Einu prófi er lokið og fékk ég 8 úr þeim æsileiðinlega áfanga sem Viðskiptalögfræði er.
Allavega, í ljósi prófs í Framleiðslustjórnun á morgun kemur hér listi yfir allar aðgerðir dagsins:
* Vöknun.
* Tannburstun.
* Fataklæðun.
* Keyrsla í skólann.
* Gleyma símanum heima: Keyra til baka og aftur í skólann.
* Lestur.
* Reikningur.
* Bloggskrif.
Þetta er, eins og allir mínir listar, fyllilega tæmandi atburðarás í réttri röð. Einum leiðinlegasta degi ævi minnar að ljúka. Ég hef þó engar áhyggjur; morgundagurinn verður eflaust leiðinlegri.
Allavega, í ljósi prófs í Framleiðslustjórnun á morgun kemur hér listi yfir allar aðgerðir dagsins:
* Vöknun.
* Tannburstun.
* Fataklæðun.
* Keyrsla í skólann.
* Gleyma símanum heima: Keyra til baka og aftur í skólann.
* Lestur.
* Reikningur.
* Bloggskrif.
Þetta er, eins og allir mínir listar, fyllilega tæmandi atburðarás í réttri röð. Einum leiðinlegasta degi ævi minnar að ljúka. Ég hef þó engar áhyggjur; morgundagurinn verður eflaust leiðinlegri.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag mæli ég með:
* Saw 2 sem sýnd er í bíóhúsum þessa dagana. Frábær mynd í anda Seven, þó að hún sé ljósárum frá því að vera jafn góð og hún.
* Sovétríkjabolnum sem ég er í í dag. Rauður hamar og sigð á svörtum fleti á gullfallegum manni.
* Athyglisbresti. Hann er merkilega
* Heyrnatöppum til að sporna gegn athyglisbrestinum.
* Að skrifa ekki bloggfærslur svo ég geti einbeitt mér betur að lærdómnum.
* Að skrifa ekki fleiri meðmæli en þetta.
* Saw 2 sem sýnd er í bíóhúsum þessa dagana. Frábær mynd í anda Seven, þó að hún sé ljósárum frá því að vera jafn góð og hún.
* Sovétríkjabolnum sem ég er í í dag. Rauður hamar og sigð á svörtum fleti á gullfallegum manni.
* Athyglisbresti. Hann er merkilega
* Heyrnatöppum til að sporna gegn athyglisbrestinum.
* Að skrifa ekki bloggfærslur svo ég geti einbeitt mér betur að lærdómnum.
* Að skrifa ekki fleiri meðmæli en þetta.
mánudagur, 5. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í fyrradag sá ég Bjarna Fel kaupa sér kjúklingaborgara og í dag sá ég Gilzenegger, holdi klæddan, í HR rétt si svona, bara eins og um venjulegar manneskjur væri að ræða.
Hvað gerist næst er óskráð blað. Kannski, bara kannski, verð ég svo heppinn að rekast á Þorstein Pálsson, fyrrum alþingismann á næstunni.
Hvað gerist næst er óskráð blað. Kannski, bara kannski, verð ég svo heppinn að rekast á Þorstein Pálsson, fyrrum alþingismann á næstunni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Baldur heitir drengur góður. Hann er býsna fróður um ýmis málefni og mikill fjársjóður. Nýlega hóf hann bloggróður sem verður án efa mikið andlegt fóður fyrir okkur netsóðana. Hann er vanur ritstörfum og verður því ekki móður við skrifin, jafnvel þótt að bloggið verði honum tjóður.
Þarmeð lauk mínum rímferli með stórslysi.
Kíkið á bloggið hans hér (eða ég verð óður (ég varð)).
Þarmeð lauk mínum rímferli með stórslysi.
Kíkið á bloggið hans hér (eða ég verð óður (ég varð)).
sunnudagur, 4. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þið megið ráða hvort þið lesið:
1.
Hér er tillaga til lærdómsfólks sem er slæmt í maga vegna prófakvíða; Fáið ykkur bjórhnetur, sama hversu slæm þið eruð í maganum fyrir. Ef það nægir ekki; fáið ykkur Bombu orkudrykk með þeim.
2.
Viðvörun til lærdómsfólks; ekki borða bjórhnetur yfir lærdómnum. Þær fara mjög illa í maga, sérstaklega þegar þið hafið verið slæm í maganum vegna stress(s) og hafið enga list á þeim. Ennfremur mæli ég ekki með því að drekka orkudrykk ofan í þessa martröð.
Annars líður mér ágætlega, fyrir utan æluþörfina, stingandi magaverkinn og sársaukafullu þrengslin í heilaæðunum.
1.
Hér er tillaga til lærdómsfólks sem er slæmt í maga vegna prófakvíða; Fáið ykkur bjórhnetur, sama hversu slæm þið eruð í maganum fyrir. Ef það nægir ekki; fáið ykkur Bombu orkudrykk með þeim.
2.
Viðvörun til lærdómsfólks; ekki borða bjórhnetur yfir lærdómnum. Þær fara mjög illa í maga, sérstaklega þegar þið hafið verið slæm í maganum vegna stress(s) og hafið enga list á þeim. Ennfremur mæli ég ekki með því að drekka orkudrykk ofan í þessa martröð.
Annars líður mér ágætlega, fyrir utan æluþörfina, stingandi magaverkinn og sársaukafullu þrengslin í heilaæðunum.
laugardagur, 3. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í nemendafélagi HR eru fátækir nemendur sem vilja bara fá ódýran eða ókeypis bjór í vetur, auk þess sem nokkrir eru skráðir til að fá nemendaíbúðir.
Nýlega var einn úr nemendafélaginu dreginn út og fékk hann nýja bifreið til afnota í eitt ár. Þetta gæti komið sér mjög vel fyrir fátæka nemendur.
Hver sigraði? Tannlæknir sem borgaði nemendagjaldið bara í sprellkasti. En þetta kom sér vel því hún var hvort eð er að leita sér að öðrum bíl þar sem einn bíll er ekki nóg fyrir fjölskylduna hennar. Fjúkk.
Þetta er skilgreiningin á kaldhæðni í Íslensku Orðabókinni.
Nýlega var einn úr nemendafélaginu dreginn út og fékk hann nýja bifreið til afnota í eitt ár. Þetta gæti komið sér mjög vel fyrir fátæka nemendur.
Hver sigraði? Tannlæknir sem borgaði nemendagjaldið bara í sprellkasti. En þetta kom sér vel því hún var hvort eð er að leita sér að öðrum bíl þar sem einn bíll er ekki nóg fyrir fjölskylduna hennar. Fjúkk.
Þetta er skilgreiningin á kaldhæðni í Íslensku Orðabókinni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þriðja leik Forsetans (sem er mitt lið) í utandeild Breiðabliks lauk í gær með sigri Forsetans á Hröfnunum 31-22. Eins og áður segir eru leikirnir aðeins 32 mínútur þar sem klukkan er ekki stöðvuð þegar bolti er úr leik, sem útskýrir vonandi lágt stigaskor.
Í þetta sinn var öll tölfræði leiksins rituð niður. Hér er hún:
ATH. Tvö stig voru gefin fyrir vítaskot og eitt víti tekið í hverri ferð á línuna.
Mínúturnar eru gróflega áætlaðar.
Þakkir fær Björgvin fyrir að rita tölfræðina á glæsilegan og sannfærandi hátt.
Í þetta sinn var öll tölfræði leiksins rituð niður. Hér er hún:
ATH. Tvö stig voru gefin fyrir vítaskot og eitt víti tekið í hverri ferð á línuna.
Mínúturnar eru gróflega áætlaðar.
Þakkir fær Björgvin fyrir að rita tölfræðina á glæsilegan og sannfærandi hátt.
föstudagur, 2. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég keypti mitt fyrsta belti í gær af illri nauðsyn. Hér eru afleiðingarnar:
* Fólk er hætt að sjá nærbuxurnar mínar, í skólanum amk.
* Ég get hætt að ganga með báðar hendur í vösum, þykjast vera svalur þegar ég er bara að halda buxunum uppi.
* Ég get skrifað sms og labbað núna.
* Ég verð aldrei pípulagningarmaður.
* Núna get get dansað kúrekadans, vantar bara kúrekastígvél, kúrekahatt, sylgju og takt.
* Fólk er hætt að sjá nærbuxurnar mínar, í skólanum amk.
* Ég get hætt að ganga með báðar hendur í vösum, þykjast vera svalur þegar ég er bara að halda buxunum uppi.
* Ég get skrifað sms og labbað núna.
* Ég verð aldrei pípulagningarmaður.
* Núna get get dansað kúrekadans, vantar bara kúrekastígvél, kúrekahatt, sylgju og takt.
fimmtudagur, 1. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég mæli með því að fólk sem vill ekki láta skemma fyrir sér heilmikið ævintýri hætti að lesa núna þar sem ég ætla að tilkynna svolítið spennandi. Ég hef beðið eftir þessum degi í margar vikur núna. Prófin, sem eru í gangi þessa dagana, hafa fallið í annað sætið hjá mér og sumar nætur hef ég ekki getað sofið af spennu, aðrar af kvíða. Dagurinn er amk runninn upp.
Í fyrsta ramma jóladagatalsins er kerti og það er gómsætt á bragðið.
Í fyrsta ramma jóladagatalsins er kerti og það er gómsætt á bragðið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)