Þessi færsla er sú fyrsta sem ég skrifa...
...eftir síðasta prófið á árinu 2005.
...á aðra tölvu en mína eigin í vetur.
...frá Laugarvatni.
...þegar ég hef engar áhyggjur af neinu, fyrir utan peninga auðvitað og flækingnum sem ég keyrði yfir á leiðinni hingað.
...þegar það eru sex dagar þangað til ég keyri austur á land.
...síðan ég saug rassgat í sigurleik liðs míns í utandeildinni gegn Val(i). Meira um það á morgun.
...með varalit og stoltur af því.
Ég biðst velvirðingar á bloggleysi helgarinnar. Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.