mánudagur, 12. desember 2005

Á föstudaginn síðastliðinn tók körfuknattleiksliðið sem ég spila með, Forsetinn, á móti Val(i) Old Boys í Smáranum. Leikurinn fór 43-30. Eins og áður segir eru leikirnir 2x16 mínútur að lengd og klukkan ekki stöðvuð þegar bolti er úr leik, sem útskýrir vonandi lágt stigaskor.

Hér er tölfræðin:




Nokkur atriði úr leiknum:
* Annan leikinn í röð voru leiðindi frá nokkrum úr okkar liði í garð eldri manna, sem voru bara að reyna að skemmta sér.
* Kjarri komst nálægt því að vera með þrennu; 14 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
* Ég ákvað að gera ekkert í þessum leik og stóð við það.
* Raggi keppti ekki að þessu sinni vegna jólahlaðborðs.
* Mínúturnar eru áætlaðar en nærri lagi í versta falli.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.