mánudagur, 12. desember 2005

Ég gaf mér það bessaleyfi að skreppa á Laugarvatn á laugardaginn og taka mér frí frá netinu, náminu og Reykvísku líferni. Þegar ég svo snéri aftur fyrr í dag beið mín eftirfarandi:

* 34 athugasemdir við bloggfærslur og þar sem ég svara öllum athugasemdum þá hef ég ærið verk framundan.

* 38 tölvupóstar. Reyndar voru þrír af þeim nytsamlegir. Sjö þeirra voru tilkynningar frá skólanum, 15 þeirra ábendingar um hlutabréfakaup og 13 tilboð á Viagra, sem er reyndar nytsamlegt.

* Meira óhreinatau en ég þorði að vona í mínum villtustu draumum.

* Helvítis BS-Ritgerðaráætlun sem ég þarf að skila inn á föstudaginn.

* Þessi myndasaga.

* Þessi myndasaga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.