föstudagur, 23. desember 2005

Í hádeginu komst ég að því að jólin eru að hefjast á morgun. Hér er listi yfir það sem ég á eftir að gera:

* Skrifa jólakort.
* Dreifa jólakortum (auðvitað).
* Kaupa jólagjafir fyrir ca alla.
* Pakka inn jólagjöfum (auðvitað).
* Raka mig.
* Fara í klippingu.
* Eiga fín föt.
* Horfa á jóladagatalið.
* Fylgjast betur með hvað tímanum líður.
* Stressa mig á því að vera ekki búinn að neinu jólatengdu.

Þessi listi sannar það í eitt skipti fyrir öll að ég er íslendingur en þeir gera alltaf allt alltof seint, að því er virðist.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.