miðvikudagur, 7. desember 2005

Enn eitt bloggæðið gengur yfir netheima þessa dagana og hljómar það svona:

Skrifaðu nafn þitt í athugasemdir og:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt


Ég nenni þessu þó ekki þannig að ég hef ákveðið að breyta þessum leik í þetta:

Skrifaðu nafn þitt í athugasemdir og:
1. Ég giska á hvaða skónúmer þú notar.
2. Ég læt nafnið þitt ríma við ávöxt.
3. Ég skamma þig fyrir að hafa skráð þig
4. Ég skrifa eitthvað slæmt um þig.
5. Ef þú skrifar nafnið þitt verðurðu að skrifa athugasemd við aðra færslu líka.

Látum leikinn hefjast!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.