Ég steingleymdi að láta lesendur vita af því að jólaprófin hjá mér eru hafin. Einu prófi er lokið og fékk ég 8 úr þeim æsileiðinlega áfanga sem Viðskiptalögfræði er.
Allavega, í ljósi prófs í Framleiðslustjórnun á morgun kemur hér listi yfir allar aðgerðir dagsins:
* Vöknun.
* Tannburstun.
* Fataklæðun.
* Keyrsla í skólann.
* Gleyma símanum heima: Keyra til baka og aftur í skólann.
* Lestur.
* Reikningur.
* Bloggskrif.
Þetta er, eins og allir mínir listar, fyllilega tæmandi atburðarás í réttri röð. Einum leiðinlegasta degi ævi minnar að ljúka. Ég hef þó engar áhyggjur; morgundagurinn verður eflaust leiðinlegri.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.