laugardagur, 31. desember 2005

Í gærkvöldi tókst mér eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Ég var að spjalla við Soffíu og sofnaði í miðri setningu, sem eitt og sér er stórmerkilegt. Ég gerði þó meira. Ég hélt áfram með setninguna þrátt fyrir að vera sofandi. Setningin var því að hálfu sögð vakandi og að hálfu í svefni. Ég vaknaði fljótlega á eftir og áttaði mig á mistökunum, enda ætlaði Soffía aldrei að hætta að hlæja. Setning átti að vera eftirfarandi:

"Og hún var bara úti á meðan inni var fullt af fólki að skemmta sér konunglega enda félagsmiðstöð."

En hún varð:

"Og hún var bara úti á meðan inni var.....skákpartý sem er alveg ótrúlegt..."

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.