sunnudagur, 4. desember 2005

Þið megið ráða hvort þið lesið:

1.
Hér er tillaga til lærdómsfólks sem er slæmt í maga vegna prófakvíða; Fáið ykkur bjórhnetur, sama hversu slæm þið eruð í maganum fyrir. Ef það nægir ekki; fáið ykkur Bombu orkudrykk með þeim.

2.
Viðvörun til lærdómsfólks; ekki borða bjórhnetur yfir lærdómnum. Þær fara mjög illa í maga, sérstaklega þegar þið hafið verið slæm í maganum vegna stress(s) og hafið enga list á þeim. Ennfremur mæli ég ekki með því að drekka orkudrykk ofan í þessa martröð.

Annars líður mér ágætlega, fyrir utan æluþörfina, stingandi magaverkinn og sársaukafullu þrengslin í heilaæðunum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.