Ég er að upplifa eitthvað alveg nýtt þessa dagana, vikurnar og jafnvel mánuðina. Það er allt að ganga fullkomlega upp hjá mér og ég finn til hamingju, sem ég hélt að aðeins væri til í ævintýrum. Hér eru nokkur atriði sem stuðla að þessari vellíðan.
* Einkunnirnar voru nægjanlega háar svo ég geti vonast til að komast á forsetalista HR (einkunnahæstu nemendur HR fá endurgreidd skólagjöld).
* Ég fékk vinnu á skattstofunni í jólafríinu sem þýðir lækkun skulda og nóg að gera í fríinu.
* Teiknimyndasagan Arthúr er að vekja athygli. Hún mun birtast í Málinu, tímariti Morgunblaðsins næsta fimmtudag.
* Ég á bestu, skemmtilegustu, fyndnustu og fallegustu kærustu í heimi.
* Bifreið mín flytur mig á ofurhraða á milli staða (óvart), þrátt fyrir að verða 19 ára gömul í janúar.
* Hárið á mér hefur aldrei glansað jafn vel, eftir að ég byrjaði að nota El-vital hárnæringuna (auglýsing).
Ef marka má karmað þá mun að lokum nást jafnvægi. Það mun því eitthvað skelfilegt gerast næstu daga eða vikur, eins og að ég verði gráhærður eða meira hrokafullur. Verið viðbúin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.