miðvikudagur, 28. desember 2005

Ég á við eitt smávægilegt vandamál að stríða. Ég ýki allt sem ég segi svolítið.

Reyndar ýki ég allt frekar mikið sem gerir þetta að mjög stóru vandamáli. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja þetta eitt mesta vandamál sem ég hef þurft að kljást við.

En ekki taka mig trúanlegan. Ég ýki allt svo stórkostlega að annað eins hefur aldrei sést í allri sögu mannkyns.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.