Eitt helsta merki og sönnun þess að gróðurhúsaáhrif hrjái þá drullukúlu sem við búum á og kallast jörð, er að það tókst að aka Mitzubichi Lancer árgerð 1987 þvert yfir eitt harneskjulegasta land heims, rúmlega 650 km, á dimmasta og kaldasta tíma ársins, í dag 17. desember 2005. Ekki nóg með það heldur var einn versti bílstjóri alheimsins við stjórnvölinn.
Allavega, ég er mættur og fagna gróðurhúsaáhrifunum með því að klára úr einum úðabrúsa yfir einhvern jeppann, en þeir eru algengari en fólk á austurlandi um þessar mundir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.