Prófatími þýðir að ég borða nánast ekkert vegna þess hversu stressaður ég er. Á sama tíma er ég að keppa í körfubolta og til að hitta boltanum ofan í körfuna verð ég að sleppa lyftingum með höndum (fínhreyfingar hverfa með górillulyftingum) fram að jólafríi. Til að þyngjast þarf ég að lyfta lóðum. Ofan á þetta kemur svo að ég verð að hreyfa mig annað slagið með körfuboltanum til að verða ekki snældugeðveikur. Þá gríp ég til þess að hlaupa talsvert mikið og brenni þarmeð þeim örfáu fituögnum sem sjást á mér.
Allt þetta veldur því að ég held áfram að léttast. Tvö kíló farin í þessari viku. Sem betur fer eru prófin ekki í nema 10 daga því ef þau stæðu yfir í 38 vikur myndi ég hverfa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.