Hvernig er annað hægt en að elska Tölfræði þegar fyrsta glæran í Hagnýtri Tölfræði II áfanganum, sem ég tók á þessari önn, segir:
"Það er tvennt sem við viljum ekki vita hvernig búið er til; pylsur og hagrannsóknir."
Ég hló allavega upphátt þegar ég las þetta. (Það fylgir þó ekki sögunni að hláturinn var taugaveiklaður geðveikishlátur þar sem ég er að fá heilablóðfall af stressi fyrir þetta próf sem byrjar eftir klukkutíma.)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.